Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Ísdrottningin byrjar með hlaðvarp: „Um bæði það góða og slæma sem fylgir því að vera kvenmaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir byrjar með hlaðvarpsþátt sem ber heitir Krassandi konur. Þátturinn á að vera með bæði hressu og skemmtilegu ívafi segir hún.

„Krassandi konur er spjallþáttur með hressu skemmtilegu ívafi og fjallar um það helsta, bæði góða og slæma sem fylgir því að vera kvenmaður. Heilsa, lífstíll, hvatningu, samskipti kynjanna, karlmenn, útlit, lýtalækningar, fegrunarmeðferðir og allskonar,“ segir Ásdís Rán.

Ísdrottningin Ásdís Rán hefur verið á milli tannanna á Íslendingum síðan hún var kornung. Hún hefur marga fjöruna sopið síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem fyrirsæta á unglingsaldri. Ásdís er nú komin til Íslands, eftir að hafa meira og minna búið erlendis í fjölmörg ár, aðallega í Búlgaríu. Í kjölfar alls kyns ævintýra, verkefna og viðskipta flutti hún aftur heim í kjölfar Covid-tímabilsins og er sest hér að í bili.

En þó að hún sé komin heim á klakann er augljóst að Ásdís er ekki ákveðin í að setjast hér alfarið að.

„Ég vil nú ekki meina að ég sé komin heim alveg fyrir fullt og allt, en dóttir mín vildi koma til Íslands núna, sérstaklega eftir erfitt Covid-tímabil í Búlgaríu. Hún sá á samfélagsmiðlum að jafnaldrar hennar voru miklu frjálsari hér á Íslandi og ég fann að hún vildi fara og mér fannst ég ekki geta annað en farið heim, að minnsta kosti tímabundið,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -