Íslandsvinurinn Mason Greenwood sakaður um heimilisofbeldi: „Ég ætla að ríða þér, fíflið þitt“

top augl

Mason Greenwood, leikmaður fótboltaliðsins Manchester United, hefur verið sakaður um heimilisofbeldi af kærustu sinni, Harriet Robson.

Robson opnaði sig um ofbeldið á Instagram-aðgangi sínum í gær og birti myndir af áverkum sínum. Við eina myndina skrifaði hún: „Til allra þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir við mig í raun og veru.“ Myndin sýnir andlit Robson, vör hennar stokkbólgna og sprungna, og blóð streymandi úr henni niður eftir andliti og hálsi. Myndirnar eru nú í umferð á Twitter og fleiri miðlum, eftir að Robson eyddi þeim út af Instagram.

Harriet Robson

 

Á öðrum myndum má sjá marbletti og áverka víðsvegar á líkama Robson. Hún birti einnig hljóðupptöku þar sem heyra má samtal þeirra Greenwood og Robson, þar sem Greenwood heimtar kynlíf og ræðst að Robson með ókvæðisorðum og ofbeldisfullum athugasemdum.

Greenwood: Settu fæturna á þér upp í loftið. Harriet, settu fjandans fæturna á þér upp í loftið!

Robson: Nei! Ég vil ekki sofa hjá þér.

Greenwood: Mér er andskotans sama um það hvað þú vilt, fíflið þitt.

Robson: Mason!

Greenwood: Þegiðu! Hættu að tala við mig.

Robson: Hættu að setja typpið á þér þarna. 

Greenwood: Ég ætla að ríða þér, fíflið þitt.

Robson: Ég vil ekki sofa hjá þér.

Greenwood: Mér er alveg sama þótt þú viljir ekki fokking sofa hjá mér, heyrirðu það?

Robson: Af hverju þurfum við samt að gera þetta?

Greenwood: Því ég bað þig kurteislega og þú vildir ekki gera það, þannig að hvað annað viltu að ég geri?

 

Eins og fyrr sagði er hinn tvítugi Mason Greenwood leikmaður Manchester United. Hann er annar þeirra sem var mikið í deiglunni fyrir að hafa boðið íslenskum stúlkum upp á herbergi til sín meðan hann var í sóttkví, þegar enska landsliðið kom hingað til að keppa við það íslenska.

Manchester United hefur nú sent frá sér stutta yfirlýsingu.

„Við erum meðvituð um myndir og ásakanir á sveimi um samfélagsmiðla. Við munum ekki tjá okkur frekar fyrr en staðreyndirnar í málinu eru komnar á hreint. Manchester United samþykkir ekki ofbeldi af neinu tagi,“ segir í yfirlýsingunni.

Lögreglan í Manchester hefur staðfest að verið sé að rannsaka ásakanirnar. „Verið er að kanna málið til þess að fá heildarmynd á kringumstæðurnar.“

 

 

Hér fyrir neðan eru myndir sem Harriet Robson birti af áverkum sínum á Instagram. Mannlíf varar lesendur við því að myndirnar geta vakið óhug.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni