Föstudagur 11. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Íslensk ofurgrúppa tók upp plötu með heimsfrægum gítarista: „Ferðin öll var mikið ævintýri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Icelandic Pop Orchestra eða TIPO, er íslensk súpergrúppa sem í sumar gerði sér lítið fyrir og skellti sér til London í sumar og tók upp frumsamda tónlist í Abbey Road stúdíóinu.

TIPO er 10 manna hópur af stórgóðum tónlistarmönnum en meðlimir eru: Þorsteinn Guðmundsson trommur, Jón Kristinn Cortez bassi, Björn Thoroddsen gítar, Tryggvi Hübner gítar, Þórir Baldursson Hammond orgel, og Pétur Hjaltested píanó. Sōngvarar eru Íris Sveinsdóttir, Lýður Árnason og Jón Rósmann. „Svo erum við með Hagfræðinginn Þorvald Gylfason sem er hörkufínt tónskáld og auk þess öndvegis bakraddasōngvari,“ segir Tryggvi Hübner í skriflegu svari til Mannlífs. En þar með er upptalningunni ekki alveg lokið því listmálarinn Vignir Jóhannsson var viðstaddur allar upptökurnar og málaði það sem fram fór. Þá kom sérstakur leynigestur en það var hinn heimsþekkti gítarleikari Robben Ford, sem spilað hefur með tónlistarrisum á borð vði Miles Davis, George Harrison, Joni Mitchell, Rick Springfield og Kiss en hann var nefndur einn af bestu gítarleikurum 20. aldarinnar. Ford lék í þremur lögum með sjö lögum. „Það var upplifun að fylgjast með honum í hljóðverinu, sannkallaður fagmaður þar á ferð,“ segir Tryggvi í svari sínu til Mannlífs og bætti við: „Upptökurnar heppnuðust mjög vel og ferðin öll var mikið ævintýri, enda með afbrigðum skemmtilegt fólk“.

Tryggvi Hübner fyrir utan Abbey Road stúdíóið í London.
Ljósmynd: Aðsend

Að hans sögn er um að ræða 12 lög sem öll eru samin og útsett af bandinu. Nú stendur eftirvinnslan yfir og hljóðblöndun en á meðfylgjandi mynd er tekin af því tilefni en hún er tekin í Hljóðsmiðjunni í Hveragerði hjá Pétri Hjaltested.

TIPO hefur fengið tvo gestasöngvara með sér, þá Pál Rósinkranz og Jóhann Helgason en þegar ljósmyndin er tekin var Páll að syngja lag hjá Pétri en það er eina tökulagið á plötunni en það er lag sem margir þekkja eftir Rúnar Þór sem ber nafnið 1.12.87 en stundum er það nefnt píanólagið. Að sögn Tryggva er nýja útgáfan af laginu með texta eftir Ómar Ragnarsson en lagið mun einnig koma út með enskum texta eftir Heimi Má Pétursson. „Svo kom Magnús Þór Sigmundsson í heimsókn og veitti góð ráð og almenna andlega leiðsögn,“ segir Tryggvi.

Páll Rósinkrans
Ljósmynd: Kristinn R. Kristinsson – Aðsend

Eftir áramót eru fyrirhugaðir tónleikar hjá TIPO flokknum, að öllum líkindum í febrúar en þeir verða auglýstir síðar. Nokkur lög eru þegar komin á Spotify og má finna undir nafninu The Icelandic Pop Orchestra en fleiri lög eru væntanleg þar. Þá má benda áhugasömum á þróun mála að kíkja á Facebook-síðu bandsins.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -