Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Íslensku bandi bregður fyrir í myndbandi The Irish Rovers „Skemmtilegt að fá að taka þátt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hljómsveitinni Hröfnum bregður fyrir í nýju myndbandi hinnar öldnu sveitar The Irish Rovers sem birtist á YouTube í gær af tilefni dags heilags Patreks.

Írska hljómsveitin The Irish Rovers sem reyndar er staðsett í Kanada, gaf út myndband við nýtt lag í gær í tilefni dags heilags Patreks. Lagið heitir Hey Boys, Sing Us a Song af nýrri plötu þeirra, No End in Sight. Í myndbandinu má ekki einungis sjá hinu öldnu hljómsveitarmeðlimi heldur má sjá þar fjölda aðdáenda og tónlistarfólks syngja með laginu. Meðal tónlistarmanna í myndbandinu er hin alíslenska hljómsveit Hrafnar.

Í samtali við Mannlíf sagði Kolbeinn Þorsteinsson, einn hljómsveitarmeðlima Hrafna, að The Irish Rovers hefðu sett sig í samband við þá og beðið þá að taka þátt í myndbandinu. „Það var skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu verkefni The Irish Rovers.“

The Irish Rovers hefur verið starfandi síðan 1963 og er hvergi nærri hætt, en meðal þekktustu laga sveitarinnar eru lögin Drunken Sailor, The Unicorn, Whiskey on a Sunday og Wasn’t that a party. Allur ágóðinn af nýja myndbandinu á YouTube, mun renna í sjóð listamanna í Kanada sem ber heitið Unison Fund.

Hér má sjá myndbandið skemmtilega, en Hröfnum bregður fyrst fyrir er 1:25 er liðið á myndbandið:

d

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -