Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Jak Knight er látinn, aðeins 28 ára að aldri: „Við elskum þig að eilífu Jak“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn ungi og upprunalegi uppistandari og leikari, Jak Knight er látinn. Knight, sem meðal annars las fyrir DeVon í hinum vinsælu teiknimyndaseríum Big Mouth á Netflix, var aðeins 28 ára.

Samkvæmt fjöldi heimilda, lést leikarinn á fimmtudagskvöld í Los Angeles. Fjölskylda Knight staðfesti andlátið en gaf ekki upp dánarorsök og biður um frið frá fjölmiðlum.

Entertainment Tonight segir að dauði Knight hafi komið Hollywood á óvart en hann var rísandi stjarna þar á bæ en hann hafði þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð sem uppistandari. Hafði hann meðal annars hitað upp fyrir Dave Chappelle. Knight skrifaði einnig fimm seríur af Big Mouth-teiknimyndaþáttunum vinsælu á Netflix en einnig talaði hann fyrir DeVon í þáttunum.

Big Mouth hafa slegið rækilega í gegn á Netflix

Þá var hann einn af þeim sem skrifuðu þáttinn Black-ish sem sló í gegn. Nýjasta verkefnið sem hann skapaði og lék í voru gamanþættirnir Bust Down þar sem Knight lék ásamt Chris Redd, Sam Jay og Langston Kerman.

Samkvæmt Entertainment Tonight hafði Knight einnig lokið nýlega við að leika í kvikmyndinni First Time Female Director, ásamt þeim Chelsea Peretti, Amy Poehler og Megan Mullally. Knight, sem er frá Seattle eyddi annars mestum tíma sínum í að túra um landið sem uppistandari. Árið 2018 kom hann fram í Netflix þættinum Comedian Lineup.

Í kjölfar dauða Knight hafa margir skrifað falleg orð um hann en stjórnendur Peacock og Universal Television, sem streymdu og framleiddu Bust Down þættina, gáfu út sameiginlega tilkynningu þar sem Knight var kallaður „snilldar grínisti, hugsjónamaður og listamaður.“ Einnig stóð í tilkynningunni: „Við vorum öll heppin að hafa upplifað mikilfengleika hans. Hjörtu okkar eru með fjölskyldu Jak, vini hans og samfélagi, á þessum sorgartíma.“

- Auglýsing -

Comedy Central tvítaði ljósmynd af Knight með texta: „Jak Knight var sjúklega fyndinn og heiðarlegur grínisti. Við munum sakna hans gríðarlega.“

Twitter-reikningur hins fornfræga skemmtistaðar, The Hollywood Improv birti einnig færslu þar sem minnst var Jak Knight. „RIP Jak Knight. Fyrir þó nokkrum árum byrjaði hinn ungi Jak Knight að koma upp á svið til okkar á „open mic“ kvöld og það var greinilegt frá upphafi að hann var sérstakur. Jak var stórkostlegur handritshöfundur og sviðslistamaður. Hann hafði margt eftir ósagt og við erum algjörlega miður okkar að fá ekki að heyra það. Við elskum þig að eilífu Jak.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -