Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

James Earl Jones er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn James Earl Jones er fallinn frá, 93 ára að aldri.

Samkvæmt umboðsmanni Jones lést hann í morgun í faðmi fjölskyldunnar. Jones er hvað þekktastur fyrir að ljá Svarthöfða rödd sína í Star Wars-myndunum og Mufasa í Lion King en hann var þekktur fyrir sína djúpu rödd.

Aðrar frægar myndir sem hann lék í eru til dæmis The Hunt for Red October, Coming to America, Field of Dreams og The Great White Hope en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir besta aðalhlutverkið. Þá er hann einn af fáum sem unnið hefur til Emmy, Grammy, Tony og Óskarsverðlaun en 2012 hlaut hann heiðursverðlaun Óskarsnefndarinnar.

Luke Skywalker sjálfur, Mark Hamill, birti fallega kveðju á X, þar sem hann skrifaði „hvíldu í friði pabbi“ en Skywalker var sonur Svarthöfða í Star Wars-myndunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -