Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jelly Boy the Clown leitar að hæstu manneskju Íslands: „Þessi viðundrasýning tók yfir líf mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eric Broomfield er Bandaríkjamaður sem búsettur er hér á landi en hann starfar sem trúður undir nafninu Jelly Boy the Clown. Er það nokkuð óhætt að segja að hann er enginn venjulegur trúður.

Mannlíf tók hann tali nýlega og spurði hann út í veru sína á Íslandi og trúðastarfið.

„Ég er farandskemmtikraftur frá New York sem kom fyrst til Íslands í september árið 2018. Ég kom hingað til að vera með sýningu á Gauknum, sem part af stórum Evrópu-Skandinavíu-túr en við fórum til Hollands, Þýskalands, Austurríkis, Englands, Írlands og Noregs. Á Gauknum þetta kvöld hitti ég konuna sem ég kalla nú eiginkonu mína, Aðalheiði Flosadóttur. Hún var á Gauknum að taka ljósmyndir og við hófum spjall sem tók engan enda. Við giftum okkur í nóvember 2020 og eigum nú tveggja mánaða gamalt barn saman,“ sagði Eric og brosti.

„Ég er hluti af sirkús viðundahópi (e. circus sideshow)“ sem kallar sig Squidling Brothers en í honum eru listamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum, sem sérhæfa sig í áhættugrínskemmtun (e. Danger comedy Variety). Ég hafði áður unnið í Coney Island Circus viðundrasýningunni í hinum fræga skemmtigarði í Brooklyn, New York sem stundum er kallaður „Leikvöllur heimsins“ en þar var ég sverðagleypir og kynnir.

Hópurinn sem Eric er í hér á landi kallar sig Coney Iceland en segir hann það vera orðaleik því hann hafi verið partur af Coney Island hópnum áður.

- Auglýsing -

En hvenær byrjaði hann sem trúður? „Snemma árið 2000 varð ég trúðu en þá spilaði ég í rokkhljómsveit sem hét Hydrogen Jukebox. Við breyttum hljómsveitinni í sirkús skemmtisýningu sem við kölluðum Carnivolution en við vorum með brúður, dansara, málara sem máluðu í beinni, eld-listamenn, ljóðskáld og viðundrasýningu, allt til að búa til eina, stóra skemmtun. Þessi viðundrasýning tók yfir líf mitt og sendi mig út um allan heim, til Japan, Miðausturlanda, Indlands, Evrópu og til Bandaríkjanna, stranda á milli.“

„Hvað varðar hópinn okkar hér á landi, bjóðum við upp á atriði þar sem við göngum á gleri, leggjumst á nálarúm, hömrum pinnum upp í nefið, borðum eld og gleypum sverð. Þetta allt sýnum við með því að blanda saman trúðslátum, frásögnum, Burlesque og dragi!“ sagði Eric spenntur.

Enginn trúður meiddist við gerð þessa atriðis

En hvaðan sækir Eric sinn innblástur? „Innblástur minn sæki ég í gömlu amerísku tívólíin og fríksýningar, leikhús fáránleikans og rokk og ról frá fólki eins og Alice Cooper og Frank Zappa.“

- Auglýsing -

Segist Eric að lokum hafa unnið með mörgum náttúrulegum „viðundrum“ (e. freaks) en segist ekki hafa séð neina slíka hér á landi. Þá segist hann vera að leita að hávöxnustu manneskju Íslands af hvaða kyni sem er. Nú er spurning hvort Pétur Guðmundsson sé laus.

Að lokum má geta þess að Squidling Brothers verður með sýningu á Gauknum, laugardaginn 22. maí en þar verður hægt að sjá Coney Iceland, viðundrasirkús, Burlesque og drag, allt á einum stað. Húsið opnar klukkan 20 en sýningin hefst klukkan 21. Kostar 3.000 kr. inn. Viðburðinn má sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -