Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Jerry Springer er látinn: „Minningar um gáfur hans, hjartalag og húmor, munu lifa áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þáttastjórnandinn umdeildi, Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri.

Talsmaður fjölskyldu Springer sendi frá sér tilkynningu á WLWT5 sjónvarpssötðina í Cincinnati, Ohio: „Hæfni Jerry til að tengjast fólki var kjarninn í velgengni hans í öllu sem hann reyndi, hvort sem það var í pólitík, útsendingum eða bara að grínast með fólk úti á götu sem vildi fá mynd eða eiga við hann orð,“ sagði Jene Galvin, ævilangur vinur og talsmaður fjölskyldunnar. „Hann er óbætanlegur og missir hans er gríðarlega sár, en minningar um gáfur hans, hjartalag og húmor, munu lifa áfram.“

Jerry Springer er þekktastur fyrir slúður spjallþátt sinn The Jerry Springer Show sem sýndur var í heil 27 ár.

„Hver sem er getur verið spjallþáttastjórnandi,“ sagði Springer við ET þegar miðillinn kíkti í heimsókn baksviðs í þætti hans árið 2016. „Það er þrennt sem þú gerir sem spjallþáttastjórnandi. Þú verður að geta sagt: „Hvað gerðir þú?“, „Komdu fram á sviðið!“ og „Við komum aftur af vörmu spori“. Ef þú getur sagt þessar þrjár setningar, þá ertu kominn með feril.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -