Hinir ungu og upprennandi tónlistarmenn, Jón Arnór Pétursson, 15 ára og Baldur Björn Arnarsson, 14 ára hefja brátt sína eigin tónleikaröð í húsi Máls og menningar.
Eftir að hafa spilað víðs vegar um landið við hin ýmsu tilefni undanfarið ár, munu vinirnir Jón Arnór og Baldur halda tónleikaröð í húsi Máls og menningar, sem hefst 27. febrúar og verður alla sunnudaga í mars.
Strákarnir hófu að semja og flytja tónlist sína á síðasta ári og hafa verið duglegir að koma fram síðan. Eru þeir þekktir fyrir að halda uppi góðri stemningu en þeir spila eigið efni í bland við þekkta slagara sem þeir flytja með sínu nefi.

Ljósmynd: Hulda Margrét
Eftir að hafa spilað víðs vegar um landið undanfarið ár munu Jón Arnór (15) og Baldur (14) halda sína eigin tónleikaröð í Húsi máls og menningar. Þeir eru þekktir fyrir að halda uppi góðri stemningu með eigin tónlist ásamt því að setja aðra vinsæla smelli í eigin búning.
„Þeir eru mega spenntir að fá að spila fyrir alla aldurshópa á fjölskyldutónleikum,“ sagði umboðsmaður drengjanna, Friðgeir Bergsteinsson í samtali við Mannlíf.
Miðaverði er still í hóf á tónleikaröð piltanna en miðinn kostar aðeins 1.700 kr á hvern tónleika. Hægt er að kaupa miða á tix.is.
Hægt er að sjá meira um strákana hér: