Jón Gnarr gerir stólpagrín að fiskikónginum sjálfum, Kristjáni Berg Ásgeirssyni á Twitter.
Kristján Berg vakti töluverða athygli og það ekki endilega góða, er hann birti atvinnuauglýsingu þar sem hann tók það skýrt fram að hann vildi ráða karlmann í starfið. Auglýsinguna má sjá hér:
Þegar Vísir leitað viðbragða hjá Kristjáni vegna gagnrýninnar sem auglýsingin hlaut svaraði Kristján því að karlmaður hentaði betur í það starf sem hann væri að auglýsa, en kvenmaður. Tók hann samt fram að konur væru þó betri í ýmsum þáttum greians. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka.“
Jón Gnarr, grínisti og rithöfundur svo aðeins fátt sé talið upp, gerði stólpagrín að fiskikónginum í Twitter-færslu í dag.
„konur eru líka betri í að hrista púða en karlar, bara vandvirkari og ganga yfirleitt betur frá púðum en karlar. karlar er svo undartekningarlaust betri í að hrista kodda. systir mín er samt undartekning, myndi aldrei hleypa henni nálægt púða, hún er svo sterk, fer beint í koddana,“ sagði Jón og birti skjáskot af orðum Kristjáns hér að ofan.