Fimmtudagur 30. júní, 2022
12.4 C
Reykjavik

Jordan Peterson móðgast og yfirgefur Twitter: „Ekki fallegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tvítverjum víðsvegar um heiminn var nóg boðið þegar Jordan Peterson, sálfræðingur, fyrirlesari og rithöfundur, gerði lítið úr útliti ungrar fyrirsætu á Twitter-aðgangi sínum.

„Fyrirgefiði. Ekki fallegt. Og ekkert alræðislegt umburðarlyndi kemur til með að breyta því,“ skrifaði Peterson og birti mynd af forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Yumi Nu, klædd í sundbol. Yumi Nu telst svokölluð „plus size“ fyrirsæta á ensku, eða „stærri“ fyrirsæta ef hægt er að segja slíkt.

Yumi Nu á forsíðu Sports Illustrated.

Yumi Nu, sem er 25 ára, hefur sjálf sagt að það hefði breytt lífi hennar að sjá fyrirmynd sem liti út eins og hún á forsíðu tímarits þegar hún var 13 ára. Nu er af asískum uppruna. „Ef hún hefði séð það áður en hún sá nokkuð annað, þá held ég að hún hefði lifað öðruvísi lífi með öðruvísi hugarfari,“ segir Nu um sitt 13 ára sjálf.

Jordan Peterson hefur verið umdeildur í gegnum tíðina fyrir skoðanir sínar. Hann hefur verið ötull talsmaður gegn pólitískum rétttrúnaði en gagnrýnendur hans hafa meðal annars haldið því fram að skoðanir hans séu litaðar kvenfyrirlitningu.

Tíst Peterson um fyrirsætuna.

Peterson fékk á baukinn á Twitter eftir skrif sín um Yumi Nu. Þar var ummælum hans meðal annars snúið á hann sjálfan, þar sem fólk birti myndir af honum með sömu skilaboðum og hann skrifaði um Nu. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Peterson lendir í netdeilum, en í þetta sinn voru það ekki bara andstæðingar hans sem gagnrýndu hann, heldur líka aðilar sem telja sig til aðdáenda.

„Úff. Jordan Peterson. Mikill aðdáandi hér. Kærastan mín er með líkama eins og þennan og mér þykir hún afskaplega falleg. Tónaðu þetta aðeins niður félagi,“ skrifar til dæmis einn fylgjenda hans á Twitter.

- Auglýsing -

Einn endurbirtir tíst Peterson þar sem hann segir: „91 prósent þeirra sem horfa á myndböndin mín eru karlmenn. Hvers vegna? Hvers vegna svona fáar konur?“ Við hlið tístsins birtir aðilinn ummæli Peterson um Yumi Nu, sem hugsanlega skýringu þess að færri konur virðist tilheyra áhorfendahópi hans.

Ótal athugasemdum rigndi inn frá fólki sem velti því fyrir sér hvers vegna Peterson þætti hann hafa tilkall eða leyfi til þess að leggja dóm sinn opinberlega á líkama annarrar manneskju og með því niðurlægja hana frammi fyrir milljónum fylgjenda sinna.

Eftir að Peterson hafði fengið á sig stóran skerf af gagnrýni og háði á Twitter tilkynnti hann í fússi að hann ætlaði sér að hætta á miðlinum, en hann er mjög virkur þar.

- Auglýsing -

„Stanslausa flóðið af andstyggilegum móðgunum er raunverulega eitthvað sem þú upplifir hvergi annarsstaðar,“ sagði Peterson um Twitter þegar hann tilkynnti um yfirvofandi brotthvarf sitt af miðlinum.

Úr einu af myndböndum Peterson á samfélagsmiðlum.

„Regla 13: Þegar þú gerir mistök og ert gagnrýndur, hættu þá í fússi og flýðu af hólmi. Eins og karlmaður,“ skrifar einn notandi um viðbrögð Peterson og vitnar í metsölubók sem hann skrifaði, sem inniheldur 12 lífsreglur búnar til af honum sjálfum.

„Ég kemst ekki yfir þá staðreynd að Jordan Peterson notaði milljóna gjallarhornið sitt til þess að kalla konu í bikiníi óaðlaðandi og sagðist þremur klukkustundum síðar ætla að yfirgefa Twitter, vegna þess að fólk væri svo andstyggilegt við hann,“ skrifar annar notandi og ótal fleiri taka í sama streng.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -