Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Julia Fox opnar sig um sambandið við Kanye West: „Ég missti svona sjö kíló þennan mánuð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leikkonan Julia Fox hefur nú rætt samband sitt við Kanye West opinberlega í fyrsta sinn.

Fox, sem er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Uncut Gems, átti í stuttu ástarsambandi við Kanye West frá því í kringum áramótin. Á Valentínusardaginn, þann 14. febrúar, staðfestu heimildarmenn að sambandinu væri lokið.

Fox segir að sambandið hafi verið eins konar hraðkúrs í frægð fyrir hana, enda sjaldan lognmolla í kringum Kanye West.

 

Þétt dagskrá banamein sambandsins

Fox gefur í skyn í viðtali við The New York Times að þétt dagskrá og annir þeirra beggja hafi átt stærstan þátt í að sambandið hafi ekki gengið upp.

„Ég gerði mitt besta til þess að láta þetta ganga. Líf mitt var nú þegar þétt pakkað. Hvernig kem ég svona stórum persónuleika fyrir inn í dagskrá sem þegar er þétt? Þetta gekk bara ekki. Ég missti svona sjö kíló þennan mánuð.“

- Auglýsing -

Fox segist ekki halda að þau hafi verið í formlegu sambandi en hún neitar því að samband þeirra hafi verið sett á svið fyrir athygli. „Það voru tvímælalaust hlutar af því sem voru raunverulegir.“

Fox segist hafa slitið sambandinu við West en að það hafi verið á vinsamlegum nótum. Hún segist halda að þau hafi eytt um 15 dögum saman, allt í allt, þar sem þau höfðu bæði mörgum skyldum að gegna.

 

Engin sviðsetning

- Auglýsing -

Slúðurmiðlar vestanhafs hafa ýmsir gefið því skóna að sambandið hafi verið sviðsett og að Fox hafi í raun farið í eins konar atvinnuviðtal til þess að verða kærasta West. Einnig hefur verið gefið í skyn að hún hafi skrifað undir þagnarsamning. Fox neitar hvoru tveggja staðfastlega og segir „fáránlegt“ að hún hafi gengist undir ráðningarviðtal.

Aðspurð segir Fox að sér hafi sannarlega liðið eins og kærustu West, meðan á stuttu sambandinu stóð. „En mér leið líka eins og það væri verið að setja mig í hlutverk kærustunnar hans – að hann væri að ráða mig í hlutverkið. Hann stjórnaði þessu öllu saman. Þetta var í alvöru eins og bíómynd.“

 

„Ég fer bara beinustu leið í slagæðina“

Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að West opinberi einkamál innan úr sambandi þeirra og samskiptum á samfélagsmiðlum, eins og hann hefur gert gagnvart öðrum fyrrverandi elskhugum, vinum og fjölskyldumeðlimum, segist Fox ekki halda að West myndi kjósa að opna þær dyr gagnvart henni.

„Ef þú ræðst að mér, mun ég ráðast að þér til baka. Og ég er mjög góð í því að ráðast að fólki. Ég fer bara beinustu leið í slagæðina. Ég held að hann sé ekki nægilega vitlaus til þess að gera það,“ segir Fox.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -