Kamilla Einarsdóttir rithöfundur er orðheppin og ráðagóð. Hún segir frá spaugilegu atviki í Twitterfærslu. Þá var hún stödd í barnaafmæli og varð vitni að því þegar eitt barnið segir við systur sína:
„Skítt’ekki í þig Gunna“
Barnið hlaut skammir fyrir orðalagið og framkomuna. En eftir sat Kamilla hugsi og ekki beinlínis sammála skömmunum:
„Mér finnst þetta bara gott almennt ráð og eitthvað til að leggja sig ávallt fram um að fylgja í lífinu“.
Barn í afmæli sem ég var í sagði:“Skítt’ekki í þig Gunna“ við systur sína og fékk skammir fyrir.
Mér finnst þetta bara gott almennt ráð og eitthvað til að leggja sig ávallt fram um að fylgja í lífinu
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 16, 2023