Föstudagur 9. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Kamilla rifjar upp gamla tíma: „Var sennilega 19 ára þegar ég missti alla trú á rómantík og væmni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kamilla Einarsdóttir rithöfundur rifjar upp tímann þegar hún var 19 ára í nýrri færslu á Twitter. Segist hún meðal annars hafa misst alla trú á rómantík og væmni á þessum tíma.

Kamilla er þekkt í Twitter-heiminum á Íslandi fyrir spaugilegar færslur en nýja færslan er ekki aðeins fyndin, hún er súrsæt líka og falleg. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.

„Þið voruð öll svo sæt og krúttuleg þegar þið voruð 19 ára. Ég var að vinna á strippklúbb, ný hætt með fyrsta alvöru kærastanum mínum til að byrja með öðrum sem seldi playstation tölvuna mína fyrir eiturlyf. Byrjaði þá með dyraverði á klúbbnum, hann hélt framhjá mér með strippara. Ég sé það núna að ég var sennilega 19 ára þegar ég missti alla trú á rómantík og væmni. Þessi fyrsti kærasti er núna hamingjusamur með hjúkrunarfræðingi í Dk. Ég sakna enn þá Tekken leiksins sem fór með tölvunni og hugsa hlýlega til striparans sem sagði mér allt saman því kvennasamstaða er svo falleg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -