Fimmtudagur 30. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Kanye kominn í bann á Instagram: Áreitni, einelti og rasísk ummæli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Instagram hefur sett rapparann Kanye West í sólarhringsbann frá miðlinum, vegna brots á reglum miðilsins um hatursorðræðu, einelti og áreitni. Talsmaður Meta, móðurfyrirtækis Instagram, staðfesti þetta í samtali við miðilinn E! News. Rapparinn getur því ekki birt færslur, skrifað athugasemdir eða sent einkaskilaboð innan þess tímaramma.

Eins og flestum sem fylgjast með Kanye er kunnugt um, hefur rapparinn farið mikinn á samfélagsmiðlum síðustu misseri. Hann hefur meðal annars notað samfélagsmiðla til að bera út róg um Kim Kardashian, fyrrum eiginkonu sína, og Pete Davidson, kærasta hennar. Hann hefur gengið svo langt að segja Kim banna sér að hitta börnin þeirra og lýsir Pete hér um bil sem djöflinum holdi klæddum. Nýverið gaf hann til að mynda út tónlistarmyndband þar sem hann grefur leireftirlíkingu af Pete lifandi.

Pete Davidson

Talsmaður Meta segir að oft sé gripið til stigvaxandi aðgerða gagnvart Instagam-reikningum sem ítrekað brjóta reglur miðilsins. Hann bætir því við að gripið verði til frekari refsiaðgerða gagnvart Kanye, haldi hann áfram á sömu braut.

 

Rasísk ummæli

Ekki er vitað nákvæmlega hvaða færsla það var sem olli þeim viðurlögum sem Kanye er nú látinn sæta af hálfu miðilsins, enda úr mörgu að moða. Hann tók til að mynda þáttastjórnanda The Daily Show, Trevor Noah, fyrir á dögunum og lét rasísk ummæli falla í tengslum við hann. Í færslunni skipti hann orðinu „Kumbaya“ fyrir rasískt orð.

Í færslunni birti hann skjáskot af Google-leit um Trevor og skrifaði með:

- Auglýsing -

„All in together now… K–n baya my lord k–n baya K–n baya my lord K–n baya Oooo’ lord K–n baya.“

Fréttamiðlar vestanhafs á borð við CNN og Independent hafa fullyrt að téð færsla um Trevor Noah hafi verið sú sem gerði útslagið. Færsluna birti Kanye eftir að þáttastjórnandinn hafði gert hegðun Kanye gagnvart fyrrverandi konu sinni að umfjöllunarefni í The Daily Show. Í þættinum sagði Trevor að eitthvað sem hefði byrjað sem skilnaðarskandall fræga fólksins hefði umbreyst í stærri umræðu um áreiti sem margar konur þurfi að þola þegar þær reyni að slíta samböndum.

 

„Vinsamlegast hættu þessari söguskýringu“

- Auglýsing -

Á dögunum birti Kanye einnig færslu með mynd af bakpoka North, dóttur þeirra Kim, með orðunum: „Þetta var á bakpoka dóttur minnar þegar mér var „leyft“ að hitta hana í síðustu viku. Þetta er ástæðan fyrir því að ég legg svona mikið á mig fyrir fjölskyldu mína. Ég er víraður til að vernda fjölskylduna mína, hvað sem það kostar.“

Kim Kardashian. Mynd: Instagram

Kim, sem hefur annars reynt að tjá sig sem minnst um hegðun fyrrverandi eiginmanns síns, gat ekki orða bundist við þetta tilefni og skrifaði athugasemd við færsluna. „Vinsamlegast hættu þessari söguskýringu, þú varst hérna síðast í morgun að sækja krakkana til þess að fara með þau í skólann.“

Í röð skjáskota sem vinur Pete Davidson birti á dögunum af skilaboðum milli þeirra Pete og Kanye, virðist Pete endanlega hafa fengið nóg af hegðun og áreiti rapparans. „Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að leyfa þér að koma svona fram við okkur lengur og ég ætla ekki að þegja. Þroskastu,“ segir í skilaboðum Pete til Kanye.

 

Innslag Trevor Noah:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -