Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Kanye kominn úr dvala: „Mig langar að lýsa mig dáinn í ár“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þið vitið að ég fór í smá dvala. Ég sagði: Mig langar bara til að lýsa mig dáinn í ár. Enginn á að senda mér skilaboð. Þið vitið, mig langar bara til þess að vera utan þjónustusvæðis. En Puff er ansi aðgangsharður.“

Þetta sagði rapparinn Kanye West þegar hann kom fram á BET Awards verðlaunahátíðinni í gær til þess að afhenda tónlistarmanninum Diddy heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt. Þetta kemur fram hjá E-News.

Diddy er eitt af sviðs- og gælunöfnum Sean Love Combs, en hann er bandarískur rappari, lagahöfundur, upptökustjóri, plötuúfgáfueigandi og frumkvöðull. Hann hefur í gegnum tíðina gengið undir nöfnunum Puff Daddy, P. Diddy, Diddy og Puffy.

Þetta er í fyrsta sinn í marga mánuði sem Kanye kemur opinberlega fram. Í ræðu sinni talaði hann um það hversu mikil áhrif Diddy hafi haft á líf sitt. Hann skaut líka að athugasemd um hjónaband og skilnað sinn og Kim Kardashian.

„Ég fer til hans til þess að fá ráð enn þann dag í dag,“ sagði Kanye í ræðu sinni. „Hann er mér innblástur í svo ótrúlega mörgum ákvörðunum. Svo mikið af ákvörðunum í lífi mínu. Ákvörðunum mínum um eiginkonu.“ (e. So many of my life choices. My wife choices.)

„Og hérna erum við, takk fyrir það Puff,“ sagði Kanye og virtist þarna gera grín að þeirri stöðu sem uppi hefur verið milli hans og Kim Kardashian. Hún sótti um skilnað í byrjun árs 2021 en hann neitaði að skrifa undir pappírana. Síðastliðið haust fóru Kim og grínistinn Pete Davidson að stinga saman nefjum og fljótlega fór Kanye að viðhafa niðrandi ummæli um Pete opinberlega og á samfélagsmiðlum, og áreita Kim. Málið vakti heimsathygli og þótti vera dæmi um að jafnvel valdamiklar og ríkar konur á borð við Kim gætu átt erfitt með að sleppa frá áreitni og meiðandi framkomu fyrrverandi maka. Málið náði ákveðnum toppi eftir að Instagram lokaði reikningi Kanye tímabundið vegna hatursorðræðu, áreitni og meiðandi ummæla. Honum var einnig bannað að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni. Fljótlega eftir það hvarf hann af sjónarsviðinu.

Svona kom Kanye West fram á verðlaunahátíðinni.
- Auglýsing -

Eftir ummæli Kanye í ræðu sinni á BET verðlaunahátíðinni útskýrði hann að hann hefði ákveðið að koma óvænt fram vegna þess að hann gæti hreinlega ekki sleppt tækifærinu til að heiðra Diddy og feril hans.

„Hvert einasta okkar í þessu herbergi – ef Puff þarf einhvern tíma á okkur að halda, þá verðum við að stökkva til og mæta á staðinn. Þessi maður hefur gengið í gegnum margt og lifað ýmislegt af, og brotið ýmsar hindranir á bak aftur, svo við gætum staðið hér. Ég veit að það á að minnsta kosti við um mig. Hann braust í gegnum svo margar hindranir á borð við stéttaskiptingu. Smekkur, kúltúr, stíll. Puff, ef ég hef aldrei sagt þér það, þá elska ég þig. Þú ert bróðir minn.“

Mynd frá hátíðinni. Skjáskot: Instagram/Diddy

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -