Föstudagur 19. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Keanu Reeves sannaði enn og aftur prúðmennsku sína: „Þessi náungi er alveg frábær“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leikarinn Keanu Reeves hefur löngum verið einstaklega vinsæll, ekki einungis vegna hæfileika sinna heldur einnig umtalaðrar prúðmennsku. Hann er sagður afar góðhjartaður, sem hefur sannast oftar en einu sinni, og jarðbundinn. Raunar hefur blaðamaður aldrei rekist á þann aðila, hvorki í raunheimum né í heimi fjöl- og samfélagsmiðla, sem kann ekki að meta leikarann knáa. Auk þess virðist samstarfsfólk hans einungis hafa góða hluti um hann að segja. Ef einhvern vantaði fleiri dæmi um innri mann Keanu Reeves, er hér eitt slíkt.

Fjölmiðlamaðurinn Andrew Kimmel birti færslu á Twitter þar sem hann segir frá því að Keanu Reeves hafi verið staddur í sama flugi og hann á dögunum, frá London til New York.

Hann lýsir því að ungur strákur hafi beðið Keanu um eiginhandaráritun þegar farþegarnir biðu eftir töskunum sínum. Andrew segir Keanu hafa orðið við því með glöðu geði. Hinn ungi aðdáandi hafi því næst farið að spyrja leikarann spjörunum úr. Keanu hafi svarað hverri einni og einustu þeirra skilmerkilega.

Andrew fer í færslu sinni yfir samskipti þeirra félaga. Strákurinn spurði meðal annars hvað Keanu hefði verið að gera í London, sem svaraði því til að hann hafi verið að taka upp heimildamynd.

Talið barst að Grand Prix keppninni, en sá stutti hafði séð á netinu að Keanu hafði verið þar. Aðspurður sagðist Keanu sjálfur ekki keyra kappakstursbíla en að honum þætti gaman að keyra mótorhjól. Þegar stráksi hafði fengið öllum sínum spurningum svarað og komist að því að Keanu byggi í Los Angeles, ætlaði sér að vera fimm daga í New York og hyggði á að sjá Broadway sýninguna American Buffalo hóf leikarinn að yfirheyra strákinn til baka.

Hvers vegna hann hefði verið í Evrópu, hvaða söfn hann hefði heimsótt í París og hvert þeirra hefði verið í uppáhaldi.

- Auglýsing -

„Maðurinn gæti ekki hafa verið almennilegri, sérstaklega eftir millilandaflug,“ segir Andrew en um nokkuð langt flug er að ræða; yfir níu klukkustundir.

„Mig langaði til að deila þessu vegna þess að þessi náungi er alveg frábær og það eru lítil augnablik eins og þetta sem geta skipt svo miklu máli í lífi fólks. Við þurfum fleiri eintök af Keanu!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -