Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Khloe ætlar að skíra nýfæddan soninn T …

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nýjum þætti hámenningarlega raunveruleikaþáttarins The Kardashians fylgjast áhorfendur með hinni 38 ára Khloe velta fyrir sér nafni á nýfæddum syni sínum.

Eins og allir sem hafa puttann á púlsinum vita, er Khloe og hennar fyrrverandi, NBA stjarnan Tristan Thompson búin að eignast nýjan son með hjálp staðgöngumóður. Fyrir eiga þau dótturina True Thompson en hann á soninn Theo með Maralee Nichols og soninn Prince með Jordain Craig.

Í þættinum æsispennandi sést Khloe velta fyrir sér nafni á hinum nýja syni. Það sem kom í ljós var kannski ekki nafnið en áhorfendur gátu séð að það muni byrja á stafnum T. „Það mun byrja á T,“ sagði Khloe og bætti við: „Ég meina, það eru einu nöfnin sem ég hef í raun verið að horfa á.“ Höfuð þessarar merkilegu fjölskyldu, Kris Jenner stakk upp á nokkrum nöfnum en spaugaði svo með eina tillögu sem hún kvað að gæti hljómað pínu kunnuglega. „Við getum skýrt hann Travis og þá erum við með auðvelda þrennu,“ sagði hún en eiginmaður Kourtney, systur Khloe heitir Travis og er Barker.

Í ágúst sagði staðfesti Khloe við E! News að hún og hennar fyrrverandi, ættu von á syninum með hjálp staðgöngumóður. Tók hún það fram að það þýddi ekki að þau væru að taka saman aftur en þau hættu saman eftir að faðernirskandall kom upp.

Í lok þáttarins fengu æstir áhorfendur að lýta hinn nafnlausa son augum í fyrsta skipti en alveg örugglega ekki í það síðasta. „Ég er svo þakklát. Þetta er svo falleg gjöf sem við fengum,“ sagði móðirin ánægð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -