Laugardagur 25. mars, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Kim fjarlægir West úr nafni sínu og birtir paramyndir á Instagram: „Á hvaða bíl ætlum við?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kim Kardashian hefur nú fjarlægt West, eftirnafn fyrrverandi eiginmanns síns, úr nafni sínu. Kim skildi við Kanye West á síðasta ári en hefur fram að þessu enn borið eftirnafn hans, í það minnsta á öllum sínum samfélagsmiðlum. Hún fjarlægði nafnið þaðan í dag.

Þetta er ekki eina nýbreytni Kim á síðasta sólarhring. Í gær birti hún nefnilega myndir af sér og Pete Davidson saman á Instagram í fyrsta sinn. Þau Pete hafa verið í sambandi síðan síðastliðið haust og verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri, ekki síst vegna þess að Kanye West hefur farið mikinn í rógsherferð gegn þeim á samfélagsmiðlum.

Kim og Pete bregða á leik.

Í ljósi hegðunar Kanye undanfarið verður því að teljast nokkuð táknrænt að raunveruleikastjarnan hafi loks stigið skrefið og fjarlægt nafn hans, á svipuðum tíma og hún gefur meiri innsýn inn í líf þeirra Pete sem pars.

Í færslunni má sjá myndir af þeim Pete saman ásamt textaðri stillu úr kvikmyndinni The Town þar sem persóna Ben Affleck segir við persónu Jeremy Renner: „Ég þarf þína hjálp. Ég get ekki sagt þér hvað það er… þú mátt aldrei spyrja mig út í það og við komum til með að meiða fólk.“

„Á hvaða bíl ætlum við?“ er svar persónu Jeremy Renner. Það er sömuleiðis sú setning sem Kim skrifar undir myndaseríuna af þeim turtildúfum. Nú getur fólk skemmt sér við að lesa í það – eða ekki.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -