Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kim segir frá því hvað fékk hana til að yfirgefa Samönthu: „Í staðinn fyrir ólögráða strák“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Kim Cattrall, sem er líklega hvað þekktust fyrir túlkun sína á Samönthu Jones í Sex and the City þáttunum og kvikmyndunum, hefur staðfest það að hún komi aldrei til með að bregða sér í hlutverkið aftur.

Meðleikkonur Cattrall, þær Sarah Jessica Parker, Kristin Davis og Cynthia Nixon hafa undanfarið birst á skjánum í endurvakningu þáttanna, And Just Like That. Cattrall hafði áður hafnað því að taka þátt í þriðju kvikmyndinni um vinkonurnar fjórar frá New York og fyrir gerð þáttanna var ekki óskað eftir þátttöku hennar.

„Það er mikil viska fólgin í því að vita hvenær er komið nóg,“ segir Cattrall um ákvörðun sína um að taka ekki þátt í þriðju kvikmyndinni árið 2017, í nýju viðtali við Variety. „Ég vildi heldur ekki skemma það sem þátturinn var fyrir mér. Leiðin áfram virtist skýr.“

Á sínum tíma sagði höfundur þáttanna, Darren Star, að væri „ómögulegt að ímynda sér þáttinn án hennar.“ Það virtust því eiga að vera endalok Sex and the City, eftir ótal þætti og tvær kvikmyndir.

Meðleikkonur hennar þrjár tóku þó af skarið með höfundum og sköpuðu nýja þáttaröð af beðmálunum, eins konar endurvakningu árum síðar, þar sem Samantha Jones er ekki með. Hún er vissulega til, en birtist ekki á skjánum. Þættirnir And Just Like That voru frumsýndir við mikla kátínu aðdáenda í desember síðastliðnum.

Cattrall segist hafa komist að tilvist þáttanna á sama hátt og allir aðrir, með því að lesa um þá á frétta- og samfélagsmiðlum. Cattrall var ekki látin vita þar sem hún var aldrei beðin um að taka þátt. Hún segist alls ekki hissa á því. „Ég kom sjónarmiðum mínum skýrt á framfæri eftir að áætlanir um þriðju myndina voru uppi.“

- Auglýsing -

Í viðtalinu við Variety segir Cattrall frá því hvað það var sem endanlega hafði gert henni ljóst að hún vildi ekki klæða sig í hlutverk Samönthu oftar. Henni þótti persónan einfaldlega vera að staðna og ekki að þróast eins og hún hefði viljað sjá. Hún hafi elskað það í fari Samönthu hve sjálfstæð hún var en með tímanum hafi henni verið breytt í „cougar“, eldri einhleypa konu sem sótti í yngri menn og virtist ekki lengur hafa sjálfstæði kvenna í hávegum.

Það tók endanlega steininn úr þegar Cattrall komst að því hver saga Samönthu ætti að vera þegar þriðja kvikmyndin var á frumstigum á teikniborðinu. Hún átti að fá óumbeðnar, kynferðislegar myndasendingar frá Brady, 14 ára gömlum syni Miröndu, vinkonu hennar í þáttunum. Þetta þótti Cattrall ömurlegt.

Hún sagðist sjálf hafa haft betri hugmyndir fyrir persónuna, eitthvað sem innihélt raunverulega flækju og þróun. „Samantha, sem átti sitt eigið almannatengils-fyrirtæki, gæti hafa lent í því að þurfa að selja það vegna fjárhagsvandræða?“ Hún segir það hafa verið eina af hugmyndunum sem einn af samstarfsmönnum hennar kom með. „Mér fannst það frábær hugmynd. Það eru átök. Í staðinn fyrir ólögráða strák og…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -