Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Kim tjáir sig um sambandið við Pete og deilurnar við Kanye: „Við erum alltaf fjölskylda“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, frumkvöðull og lögfræðingur, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um samband sitt og Pete Davidson. Hún gefur meðal annars í skyn að samband þeirra muni koma fyrir og verða rætt í nýjustu þáttaröð Kardashian-fjölskyldunnar á streymisveitunni Hulu. Sömuleiðis segir hún að aðdáendur geti átt von á einhverju „mjög spennandi á næstunni“ og að hugsanlegt væri að Pete tæki þátt í því.

 

Hafa ekki enn verið í tökum saman

Þau Kim og Pete hafa verið að hittast frá því í október á síðasta ári, en neistar milli þeirra eru sagðir hafa kviknað þegar Kim var gestur í þættinum Saturday night live, en Pete er einn af þáttastjórnendunum þar.

Kim segir þau skötuhjú enn ekki hafa verið í neinum tökum saman fyrir nýja þáttinn en að það sé ekki útilokað að svo verði. „Ég er ekkert á móti því. Það er bara ekki eitthvað sem hann gerir,“ segir hún í samtali við Variety. „En ef það væri viðburður í gangi sem hann væri staddur á, þá myndi hann ekkert reka myndavélarnar í burtu.“

Kim segir að þrátt fyrir að parið hafi vissulega ekki enn verið í neinum tökum saman, haldi hún ekki aftur af sér þegar kemur að því að ræða samband þeirra; hvernig þau kynntust, hver átti fyrsta skrefið og öll þau smáatriði sem aðdáendur þyrstir í.

„Ég er algjörlega opin fyrir því að tala um hlutina og ég mun útskýra þá,“ segir Kim.

Nýleg mynd af Kim Kardashian og Pete Davidson.
- Auglýsing -

 

Hefur ekki viljað gagnrýna Kanye

Þegar Kim er innt eftir upplýsingum um deilurnar undanfarið milli hennar og fyrrum eiginmanns hennar, Kanye West, vill hún lítið tjá sig um þær en segir þó að eitthvað af ferlinu sé hægt að sjá í þáttaröðinni. Henni þyki þó best að fara í gegnum þau mál í einrúmi.

Kim segir að vissulega væri ekki auðvelt að leysa mál af þessu tagi opinberlega. Þrátt fyrir að Kanye hafi farið mikinn undanfarið á samfélagsmiðlum í rógsherferð gegn bæði Pete og henni, þar sem hann tjáir sig einhliða um skilnaðinn og hefur uppi ýmis meiðandi ummæli, hefur Kim ekki viljað gagnrýna hann opinberlega, hvorki á samfélagsmiðlum sínum né öðrum vettvangi.

- Auglýsing -

„Ég held að ég myndi aldrei gagnrýna pabba barnanna minna í mínum eigin sjónvarpsþætti,“ segir Kim. „Ég er bara ekki þannig og ég held að það myndi aldrei láta mér líða vel.“

„Ég vanda mig alltaf og sýni virðingu í því sem börnin munu koma til þes að sjá. Raunveruleikinn er sá að við erum alltaf fjölskylda,“ segir Kim og tekur það fram að þau Kanye munu ávallt bera bæði ást og virðingu til hvors annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -