Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Kinký-kvöld í boði Coney Iceland á mæðradaginn – Vampíra, BDSM, fimleikakanína og fleira spennandi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Coney Iceland sirkushópurinn verður með óvenjulegt skemmtikvöld á mæðradaginn í samstarfi við BDSM-samfélagið. Kallast samstarfið Kinky Coney Iceland.

Að sögn meðlima Coney Iceland verður allra flottasta sviðslista fólkið saman komið og sýnir sitt allra flottasta efni, þar á meðal Nonni fimleikakanína sem mun koma þér verulega á óvart, Bobby Lugosi sem kemur alla leið frá Californiu en hann er dragkónga vampíra. Svo að sjálfsögðu verður Jelly Boy með, ásamt konu sinni Lipurtá sem mun fá að losa um hið innra Dominatrix. Þá verða Sindri Sprakle og vinir hans frá BDSM samfélaginu með sérstök Kinký atriði.

Nonni fimleikakanína
Ljósmynd: Aðsend

Skemmtikvöldið verður haldið á sunnudaginn klukkan 20 í Þjóðleikhúskjallaranum. Áhugasamir geta skoðað viðburðinn hér.

Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband með hljómsveitinni The Spazms en meðlimir Coney Island-sirkushópnum eru áberandi í myndbandinu en Coney Iceland var stofnað út frá þeim hópi. Í myndbandinu má sjá Jelly Boy, sem er meðlimur íslenska hópsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -