- Auglýsing -
Kristján Einar Sigurbjörnsson er laus úr haldi en hann sat í fangelsi í átta mánuði á Spáni. Kristján eða „Kleini“ eins og sumir kjósa að kalla hann, steig fram í sviðsljósið þegar hann og söngkonan Svala Björgvinsdóttir fóru að stinga saman nefjum.
Kristján Einar hefur verið duglegur við að deila stiklum úr lífi sínu á Instagram en í gær birti hann færslu sem í stóð: „Til allra sem haga sent mér skiló sem ég hef ekki svarað biðst ég afsökunar. Ég hef bara ekki undan öllum skilaboðunum og mun svara við tækifæri og takk fyrir alla ástina.“
Hann þakkar guði fyrir lífið og virðist spenntur að hefja nýjan kafla.