Kylie Jenner segist sjá eftir að hafa farið í lýtaaðgerðir og ráðleggur fólki að bíða með þær þar til eftir barnsburð ef viljinn er ennþá til staðar.
„Ég var með falleg brjóst, náttúruleg brjóst. Gullfalleg, fullkomin stærð, allt fullkomið. Ég óska þess, augljóslega, að ég hefði aldrei látið breyta þeim. Ég myndi mæla með því fyrir fólk sem er að hugsa um þetta að bíða með það þar til eftir barnsburð,“ sagði stjarnan í nýjasta þætti af The Kardashians en hún sagði frá því að hún hefði farið í lýtaaðgerð aðeins 19 ára gömul.
„Ég yrði miður mín ef hún myndi vilja fara í lýtaaðgerð 19 ára. Hún er það fallegasta í heimi. Ég vil vera góð mamma og besta fyrirmyndin. Ég óska að ég gæti verið eins og hún er og gert allt öðruvísi af því að ég myndi ekki vilja breyta neinu,“ sagði Kylie um dóttur sína og hennar uppeldi.