Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Leikstjóri Ljósvíkinga hafði samband við Önnu fyrir áratug: „Var búin að steingleyma erindinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkingar sem frumsýnd verður á föstudaginn, hafði samband við Önnu Kristjánsdóttur fyrir tíu árum og bað hana um aðstoð.

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri og húmoristi rifjar upp í nýrri dagbókarfærslu á Facebook, þegar leikstjóri hinnar glænýju kvikmyndar Ljósvíkingar, Snævar Sölvi Sölvason hafði samband við hana og bað um upplýsingar varðandi kynleiðréttingaferli en eins og alþjóð veit var Anna önnur manneskjan á Íslandi sem fór í slíkt ferli. Nú, tíu árum síðan fékk hún svo boð á frumsýningu kvikmyndarinnar en samkvæmt Kvikmyndamiðstöð Íslands fjallar myndin um eftirfarandi: Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir.

Anna skrifar: „Í dag eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan Snævar Sölvi Sölvason handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkingar hafði samband við mig og óskaði eftir upplýsingum um kynleiðréttingaferli og fleira því tengt. Að sjálfsögðu veitti ég honum þær upplýsingar sem mér var unnt, en svo liðu árin og ég var búin að steingleyma erindinu þegar Snævar hafði aftur samband við mig í sumar og svo aftur um daginn þar sem mér var boðið á frumsýningu kvikmyndarinnar sem var í gærkvöldi.“

Gerir Anna lítið úr sínum þætti í kvikmyndinni en hvatti fólk til að sjá myndina í bíó.

„Ég játa alveg að minn hlutur í gerð myndarinnar var svo veigalítill að upplýsingagjöf frátalinni að ég tímdi ekki að kosta á mig flugfari til Íslands til að horfa á eina kvikmynd, en ég hvet þá sem eiga þess kost, að sjá þessa mynd. Ég get ekki ímyndað mér annað en að hún sé bæði áhugaverð og skemmtileg.

Ég reyni að sjá hana síðar um leið og ég óska öllum sem stóðu að gerð myndarinnar til hamingju með hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -