Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Linus Orri heiðrar fallinn vin sinn: „Það er mér mikill heiður að halda orðsnilli Hauks á lofti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haukur Hilmarsson, aktivisti og hugsjónamaður á texta í tveimur lögum á plötu sem var að koma út. Þar rífur Haukur stjórnvöld og kerfið í sundur með háði og beinskeyttum orðum.

Tónlistarmaðurinn Linus Orri var að gefa frá sér spánýja plötu en er það hans önnur plata. Heitir gripurinn Decisions! Decisions! en áður gaf hann út plötuna Songs from Your Colarbone sem út kom árið 2014.

Samkvæmt albumm.is er nýja plata Linusar Orra „ástarbréf til skammlífari tónlistarstefnu sem kallaðist Folk Punk. Platan er einföld og hrá og fjallar um hústökur, puttaferðalög, flóttafólk og hjartasorg.“

Sjá einnig: Umboðsmaður Alþingis ítrekað óskað svara frá utanríkisráðuneytinu vegna Hauks Hilmarssonar

„Það er mér mikill heiður að halda orðsnilli Hauks á lofti,“ segir Linus Orri við albumm.is. Haukur á texta við lögin Stjórnarskráróður og Daddio Down.

Haukur Hilmarsson
Mynd: norn.is

Haukur hefur verið týndur síðan í febrúar 2018 eftir loftárásir Tyrkja í Afrin héraði þar sem Haukur var staddur til að verja héraðið gegn Isis liðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir veika tilraun til þess að leita að líki Hauks. Fyrr á árinu barst Begga Dan, móðurbróður Hauks, bréf sem virðist koma úr utanríkisráðuneytinu þar sem því er haldið fram að starfsmaður sem starfaði í ráðuneytinu hafi gert allt sem hann gat gert svo ekki yrði leitað að Hauki sem hann kallaði „Bónuspokann“ samkvæmt bréfaritara. Ekki hefur innihald bréfsins enn fengist staðfest.

- Auglýsing -

Sé innihaldið satt má segja að með útgáfu plötu Linusar Orra, eigi Haukur lokaorðið.

Sjá einnig: Ráðuneytið sagt hafa reynt að hindra leitina að líki Hauks

Hér má sjá texta eftir Hauk sem finna má á plötunni:

- Auglýsing -

Daddio Down

They say that we’re all of us equal
but equally different, hence differently treated.
And everyone’s welcome but welcome means – come
when your well enough off to be cheated.
Today I must not be too rash,
give a tolerant yack, its da bomb,
it’s the smack of the middle class.
Never a frown.
Whack falls the dadio down.

Today, in a way, sees the sayings of love
thrown around and repeatedly eaten:
How great that we’re differently coloured
and differently minded and differently beaten.
So give peace a chance,
give the nation a dash of da bomb,
take a hit of the smack of the middle class.
Never a frown.
Whack falls the dadio down.

And all in one place without facing
interior racism, prisons and borders.
The unity’s fake, for fuck’s sake look ahead
we are led by the axis of order:
the piggies, the judges, the government jocks,
the sadistic, fascist bureaucracy fucks.
Rock the boat ’cause its fuckedy fucking fucked up
fucking say it without hesitation:

Fuck the flags, fuck the race, fuck the law, fuck the place,
fuck the name, fuck the picture, the papers, the face,
fuck the nation, the fences, the wires, the gates,
fuck the state, fight deportation!

With a smile or a frown
We’ll stand when the dadio’s down

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -