Laugardagur 9. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Listasýningin Upprisa haldin um helgina: „Fjallar um að komast út úr myrkrinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Gunnarsdóttir verður með listasýningu í samstarfi við Richard Shutt á morgun í Núllinu í Bankastrætinu.

Á morgun 4. október, hefst listasýning Evu Gunnarsdóttur og Richard Scutt en hún stendur yfir alla helgina og er til klukkan 22:00 hvert kvöld.

Mannlíf heyrði í Evu og spurði hana út í sýninguna.

Eva: „Sýningin er kynning á bók sem að fjallar um ristilkrabbamein sem ég fékk í blóma lífsins. Hún lýsir á myndrænan hátt baràttu í gegnum sársaukafulla atburði til heilunar og endurfæðingar með aðferðum núvitundar.“

En hvað kom til að þú fórst að vinna með Richard Shutt?

- Auglýsing -

Eva: „Við hittumst á Kaffi Vest fyrir tilviljun. Hann kynnti sig fyrir mér, sagðist vera ljósmyndari og spurði hvort að ég væri módel. Þegar við fórum að tala saman komumst við að því að við höfum bæði verið að glíma við meltingarvandamál. Hann sagðist hafa tekið myndir af rithöfundum og það varð til þess að við fórum að vinna saman.“

Er sýningin með eitthvað þema?

Eva: „Við ferðuðumst norður í land og tókum myndir í sundlauginni á Hofsósi. Richard vinnur með hljóð og myndefni og stakk upp á að gera myndaseríu í vatni sem tákn um heilun og hreinsun eftir erfiða lífsreynslu. Á sýningunni verða tveir myndvarpar. Annar verður með textabrotum úr bókinni sem að lýsir söguþræðinum ásamt myndum. Hinn sýnir myndirnar úr sundlauginni á Hofsósi sem að er blanda af hljóð og myndefni sett fram á listrænan hátt en Richard er frumkvöðull í því að taka myndir í vatni.“

- Auglýsing -

Fyrir hverja er sýningin?

Eva: „Þó að bókin fjalli um krabbamein að þá lýsir sýningin ferðalagi frá myrkri yfir í ljós sem að er reynsla sem að margir tengja við og fjallar um að komast út úr myrkrinu og færast fram á vegin. Sýningin á því erindi til allra.“

Bætti Eva við:

„Sýningin stendur yfir í Núllinu í Bankastræti næstu helgi 4-6 október 18-22 og eru allir velkomnir. Kvöldið fyrir opnun verð ég með erindi í Krabbameinsfélaginu sem fjallar um það hvernig það var að vera ung kona og fá óvænt stóma án nokkurs undirbúnings.“

Hér má sjá Instagram-síðu bókarinnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -