Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Loretta Lynn er látin: „Það verður aldrei önnur eins og hún“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kántrýheimurinn hefur misst eina af sinni skærustu stjörnum í dag. Loretta Lynn, „dóttir kolanámumannsins“ er látin, níræð að aldri.

Loretta Lynn, sem var sannkallaður brautryðjandi í kántrýtónlistinni, lést á heimili sínu í Tennessee í dag, umkringd fjölskyldu sinni. Hlaut hún fjöldi verðlauna á ferlinum en hún þótti umdeild til að byrja með því hún söng hispurslaust um kynlíf og framhjáhald.

Náði Lynn að koma yfir 12 lögum á toppinn á vinsældarlistum á ferlinum sem spannaði sex vel heppnaða áratugi. Seldi hún yfir 45 milljóna platna og hafði gríðarleg áhrif á kantrýtónlistina Vestanhafs.

Lynn fæddist 14. apríl árið 1932 í Butcher Hollow í Kentucky og ólst upp við sára fátækt. Pabbi hennar, Ted Webb var kolanámumaður en hann var innblástur hennar er hún samdi hið fræga lag „Coal Miner´s Daughter“ árið 1969 en árið 1976 kom úr sjálfsævisaga hennar undir sama nafni. Geysivinsæl kvikmynd var unnin upp úr bókinni árið 1980 en Sissy Spacek fékk Óskarsverðlaunin fyrir að leika Lynn í kvikmyndinni.

Spacek skrifaði yfirlýsingu til etonline vegna andláts Lynn: „Í dag er sorgardagur. Heimurinn hefur misst stórkostlega manneskju. Loretta Lynn var frábær listamaður, sterkur og þrautseigur brauðryðjandi kántrýtónlistar og dýrmætur vinur. Ég er miður mín. Ég sendi mína dýpstu samúð til yndislegu fjölskyldu hennar, vini hennar og dygga aðdáendur hennar.“

Kántrý- og Blue Grass goðsögnin Dolly Parton skrifaði á Twitter: „Systir, vinur. Ég sakna hennar sárt eins og við gerum öll.“

Sheryl Crow minntist hennar einnig á Instagram: „Andlátsfrétt Lorettu Lynn kom fyrir sjónir mínar og tíminn stoppaði. Það verður aldrei önnur eins og hún.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -