Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og fyrrum sjómaður, og kærasta hans, fitnessdrottningin Hafdís Björg Kristjánsdóttir höfðu í mörgu að snúast í gær. Parið birti hvort um sig myndir og mynskeið á samfélagsmiðlinum Instagram og leyfðu fylgjendum sínum að skyggjast inn í líf þeirra. Parið virðist hafa átt hinn lukkulegasta laugardag og sinntu sambandinu. Þau enduðu daginn á að fara fínt út að borða. Hér að neðan má sjá myndir frá þeim.
Hafdís Björg fékk sér nýtt húðflúr.

Kleini reffilegur smellti af sér sjálfsmynd í bílnum.

Þau fóru út að borða og fengu sér bæði steikina.

Hafdís deildi með fylgjendum sínum skartinu og kjólnum sínum.

