Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

LungA lifir – Býður upp á nýja námsbraut í gegnum útvarp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

LungA-skólinn opnar nýja námsbraut, LungA útvarpsskólinn, sem fer alfarið fram í útvarpi. Opið er fyrir umsóknir til 15. desember 2024 fyrir fyrsta skólaárið, sem stendur frá febrúar til desember 2025. 

LungA útvarpsskólinn er ekki skóli um útvarp, samkvæmt tilkynningu frá skólanum en hann er skóli í/á/gegnum útvarp. Þetta er tímabundið samfélag þar sem skólastarfið spannar 10 mánuði og samanstendur af tíu þátttakendum, gestgjöfum, sem hver um sig býr á sínum einstaka stað.

LungA-skólinn er listamannarekinn lýðskóli sem hefur boðið upp á 12 vikna annir í listnámi á Seyðisfirði síðastliðin 10 ár. Árið 2023 setti skólinn á fót nýja LAND braut sem leggur áherslu á tengslin við fjörðinn og mótast af árstíðunum eins og þær þróast. Útvarpsskólinn er fyrsta námsbraut LungA-skólans sem er aðgengileg um allan heim í fjarnámi, en einnig verður útvarpað á staðnum í gegnum Samfélagsútvarp Seyðisfjarðar 107,1 FM.

LungA útvarpsskólinn var hannaður í beinni í útvarpinu af Jonatan Spejlborg Juelsbo, Mariana Murcia, Lasse Høgenhof og Ellem Skovhøj, sem munu öll taka við hlutverkum brautarstjóra skólans. Námið mun fela í sér námskeið á vegum gestalistamanna og þátttakenda ásamt fundum til að deila vinnuaðferðum, hlustunartímum, leshópum, sýningum, máltíðum, gönguferðum, útvarpstilraunum og fleira.  

„Útvarp er stundum bara herbergi sem maður kemur inn í. Einn eða með öðrum. Minni eða stærri samkomur. Samtal. Leshópur. Morgunæfing. Biðstofa (þröskuldur að biðstofu),“ segir í tilkynningu frá LungA-skólanum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -