Sunnudagur 26. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Miðbærinn verður opinn frameftir: „Býst nú við að marg­ir verði eins og belj­urn­ar á vor­in“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það eru marg­ir nýir og betri siðir sem hafa orðið til í þess­um far­aldri en ég býst nú við að marg­ir verði eins og belj­urn­ar á vor­in. Mér finnst lík­legt að það mæl­ist óróa­púls í fólk­inu í bæn­um í kvöld,“ sagði Geof­frey Þ. Hunt­ingdon-Williams í sam­tali við Morg­un­blaðið.
Geoffrey er meðeig­andi og rekstr­ar­stjóri á Prik­inu við Lauga­veg og býst hann við góðri stemningu í miðbænum í kvöld.

Skemmtistaðir mega hafa opið fram eftir nóttu þar sem sóttvarnaaðgerðum var aflétt nú á miðnætti og þeir staðir sem eru opnir hvað lengst loka ekki fyrr en um hálf fimm í nótt.
„Það er gott hljóð í fólki hér. Við feng­um fín­an fyr­ir­vara til und­ir­bún­ings og nú eru all­ar pant­an­ir komn­ar í hús, vakt­ir á stöðunum eru vel mannaðar og plötu­snúðar eru klár­ir að vaka fram eft­ir og spila fyr­ir gesti, “ sagði Geoffrey en bætti við að það kæmi eflaust til með að taka tíma fyrir starfsfólk að venjast gömlu opnunartímunum sem er töluvert fram yfir miðnætti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -