Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Mugison fluttur í 100 ára hús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Mugison og fjölskylda hans eru flutt búferlum frá Súðavík til Ísafjarðar. Þau eru að koma sér fyrir í sögufrægu húsi í Neðstakaupstað. Húsið er yfir 100 ára og heitir Krambúðin og stendur við hlið Tjöruhússins þar sem þekktur veitingastaður er rekinn. Rúna Esradóttir, eiginkona Mugison, starfar sem kennari á Ísafirði. Torveldar og stopular samgöngur um Súðavíkurhlíð að vetrarlagi urðu til þess að fjölskyldan tók sig upp og flutti frá Súðavík. Snjóðflóð og skriðuföll eru algeng og hafa valdið því að vegurinn er gjarnan lokaður.

Krambúðin
Mugison er fluttur í þetta hús.
Mynd: Reynir Traustason.

100 ár eru liðin síðan Krambúðinni var breytt í íbúðarhús. Á vefslóðinni nedsti.is segir að húsið hafi verið reist árið 1757 sem grindarhús. Verslun var í suðurendanum en vörugeymsla í norðurendanum. Notkun hússins hélst að langmestu leyti óbreytt til ársins 1920, en þá var það allt þiljað á nýjan leik bæði að utan og innan og breytt í íbúðarhús. Mugison er mikill happafengur fyrir Ísfirðinga. Hann er einn virtasti tónlistarmaður landsins. Mörg laga hans hafa slegið í gegn og eru orðin sígild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -