Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Nick Cannon fluttur á sjúkrahús: „Lífið er svo sannarlega rússíbanareið!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínistinn og þáttastjórnandinn Nick Cannon er á sjúkrahúsi með lungnabólgu.

Cannon, sem stjórnar hinum vinsælu raunveruleikaþáttum Masked Singer útskýrði á Instagram í gær að hann væri kominn með lungnabólgu. „Ok, ég býst við að ég sé ekki Superman,“ skrifaði hann og hélt áfram: „Ég lofaði sjálfum mér að fara aldrei aftur á þennan stað… En þetta er góð lexía í því að sjá vel um ÞIG sjálfan eða ÞÚ getur ekki séð vel um alla aðra.“ Bætti hann við að það væri óþarfi fyrir aðdáendur hans að senda honum árnaðaróskir og að biðja fyrir honum, þetta væri „bara lungnabólga, ekkert sem ég get ekki höndlað.“ Kemur þetta fram í frétt E News!

Nick Cannon nær sér vonandi fljótt.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

„Ekki missa það,“ sagði hinn 42 ára grínisti og bætti við: „Ég þarf bara almennilega hvíld og held svo áfram á því ferðalagi að verða sterkari en nokkurn tíma.“

Sagðist Nick hafa orðið lasinn einungis degi eftir að hafa komið fram í New York á sýningu sinni  Nick Cannon Presents: Wild ‘N Out Live. „Það ruglaða í þessu er, að í gær vorum við bara að skemmta fullum sal af fólki í Madison Square Garden, fyrir framan þúsundir aðdáenda, núna er ég aleinn í pínulitlu sjúkrahúsherbergi. Lífið er svo sannarlega rússíbanareið!“

Grínistinn, sem á von á sínu tólfta barni, já þið lásuð það rétt, sínu tólfta barni, hefur þjáðst af Lupus eða Rauðum úlfum síðustu 10 árin en árið 2012 var hann fluttur á sjúkrahús með nýrnabilun og blóðtappa í lungum en þá greindist hann með Rauðu úlfana. Sagði hann þá við fjölmiðla að þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að kljást við alla ævi. „Mér finnst ég heppinn að vera á lífi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -