Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fjarstýringablús Gísla Þórs í dögun stafrænnar menningar – Ný ljóðabók komin út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson er ber heitið Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar.

Gísli Þór Ólafsson
Ljósmynd: Aðsend

Bókin gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum. Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu.

Hér er sviðsmyndin smávegis svört, en alltaf stutt í húmorinn, sem er eitt af einkennum höfundarins.

Bókin er 9. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon sem innihalda m.a. lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, Gyrðis Elíassonar, Ingunnar Snædal og Jóns Óskars.

Árið 2017 kom út bókin Vélmennadans og fjallaði hún um vélmenni sem var að fóta sig í heimi manneskjunnar. Að vissu leyti má segja að nýja bókin sé „uppfærsla“ á þeirri bók, nema nú er gervigreindin fyrirferðameiri.

- Auglýsing -

Titill bókarinnar á ættir að rekja til lestrar á ljóðum Ísaks Harðarsonar, en í ljóðinu „Hafinu verður ekki breytt í forrit“ úr bókinni Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru frá árinu 1989 spratt fram þessi hugmynd að tunglið væri eina raunverulega fjarstýringin á hafið.

AFBRIGÐI VIÐ LJÓÐ EFTIR ÍSAK HARÐARSON

Tunglið er hin eina raunverulega fjarstýring á hafið dettur mér í hug
er ég les ljóð Ísaks Harðarsonar „Hafinu verður ekki breytt í forrit“

- Auglýsing -

gervigreindin gæti ekki fundið þetta upp

hvernig fer það svo þegar það á að einkavæða hafið?

Fleiri ljóð úr bókinni:

ÁUNNIR KOSTIR GERVIGREINDAR EÐA AUKINNAR TÆKNI

Viðurkenni að ég varð dáldið stjörnulostinn er ég hitti C-3PO
en svo reyndist hann allt öðruvísi í raunveruleikanum heldur en í myndunum
hrokafyllri og „fjarlægari“ einhvernveginn

þetta voru viss vonbrigði

hann bauð mér samt uppá popp og kók
sagðist vera holdgervingur kvikmyndanna

fram að þessu hafði ég haldið að hann væri maður í búningi
en nú er ég ekki viss

 

HÚSIN VORU AÐ HRUNI KOMIN
                   -ÚTTEKT

Húsin voru að hruni komin
byggingarfulltrúarnir, brynjaðir eins og C-3PO, með fætur á hjólum
merkja við í ipadinum
gefa ýmist grænt ljós eða rautt og algjörlega óháð ástandi byggingarinnar

gamlir smiðir eru við það að gefast upp
-er þetta framtíðin hugsa þeir

 

HUGLEIÐING UM GERVIGREIND – I

Þeir, eða það sem hefur mótað okkur (markaðshyggjan og allt það)
munu þeir eitthvað ráða við gervigreindina
þegar hún tekur yfir

 

Í BANKANUM

Vélmennið tók á móti mér
laust við alla gæsahúð

það stýrði mér í gegnum þetta
virtist skilja þetta allt

ég skildi ekki neitt

-ef það kemur stríð, sagði vélmennið, þá ýtirðu bara hérna

mér fannst þetta mjög skrítið og hefur þetta setið í mér síðan


Hér fylgir með lag við ljóð Gyrðis Elíassonar „Óttusöngur“ tekið af plötunni Ýlfur (2014). Ljóðið er úr bók Gyrðis Tvö tungl sem kom út árið 1989.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -