Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ný húðvörulína Kim er komin út: „Ég vissi að ég yrði að deila lærdómi mínum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýja húðvörulína Kim Kardashian, sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, er komin út.

Nýja línan, sem Kim framleiðir undir merkinu SKKN BY KIM, inniheldur níu vörur; hreinsi, skrúbb, andlitsvatn, rakaserum, C vítamín serum, augnkrem, andlitskrem, olíudropa og næturolíu.

Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir vörunum í snyrtivörubransanum og hafa þær til að mynda mikið verið auglýstar í samfélagsmiðlaherferðum eins og fröken Kardashian einni er lagið og pakki sem inniheldur allar vörurnar saman er strax orðinn uppseldur.

Nú má sjá risavaxin auglýsingaskilti fyrir útgáfu varanna á Times Square.

Mynd/skjáskot: Khloé Kardashian/Instagram

„Í öllum mínum viðskiptaævintýrum hef ég verið knúin áfram af ástríðu minni til að fylla upp í göt á markaðnum með því að skapa frammistöðudrifnar vörur af hugviti. Ég hef núna skapað húðvörumerki með þessum sama drifkrafti og nálgun,“ segir Kim um nýju vörurnar, líkt og kemur fram hjá E Online.

Hún útskýrir einnig hvernig hennar eigin barátta leiddi til stofnunar þessa nýja vörumerkis. „Það sem byrjaði sem sóríasis-greining varð hvatinn að ferðalagi mínu um uppgötvun húðumhirðu, hvatti mig til að læra meira um húðina mína og hvernig á að sjá um hana. Það að vinna með nokkrum af fremstu húðlæknum og snyrtifræðingum heims í gegnum árin hefur gefið mér ótrúlegt tækifæri til að læra af sérfræðiþekkingu þeirra – og ég vissi að ég yrði að deila lærdómi mínum.“

Mynd/skjáskot: Khloé Kardashian/Instagram

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -