Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ný rannsókn leiðir í ljós áhættuþátt tengdan alkóhólisma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum stóreykur það líkur á því að einstaklingur þrói með sér alkóhólisma eftir þrítugt ef viðkomandi drakk einsamall á aldrinum 18 til um það bil 25 ára. Greint er frá þessum niðurstöðum háskólans á vef The Sun.

„Flest ungt fólk sem drekkur, gerir það með öðrum í félagslegum aðstæðum, en minnihluti ungs fólks drekkur einsamalt,“ segir Kasey Creswell, prófessor í sálfræði við skólann.

„Það að drekka einsamall er sterkur áhættuþáttur þegar kemur að því að þróa með sér alkóhólisma. Jafnvel þegar við höfum farið í gegnum vel þekkta áhættuþætti, eins og að drekka mikið í einu, algengi áfengisneyslu, félagslegar aðstæður og kyn, þá sjáum við sterka tengingu milli þess að drekka einsamall þegar viðkomandi er ungur og vandamála tengdum áfengisneyslu á fullorðinsárum.“

4.500 18 ára einstaklingar voru hluti af rannsókninni. Þeir voru spurðir út í áfengisneyslu sína og það hvort þeir drykkju áfengi einir. Fylgst var með aðilunum í 17 ár, sem áttu næst að veita upplýsingar um áfengisneyslu sína 23 ára gamlir.

Um það bil 25 prósent svarenda drukku einir 18 ára, en 40 prósent þegar þeir voru komnir á miðjan þrítugsaldurinn.

Þegar fólkið hafði náð 35 ára aldri fóru þau í gegnum spurningalista um áfengisvandamál. Samkvæmt niðurstöðunum eru líkurnar á því að kljást við vandamál tengd áfengi 35 prósent meiri hjá þeim sem drukku einir á yngri árum, í samanburði við þá sem aðeins drukku í félagslegum aðstæðum.

- Auglýsing -

Samkvæmt Mayo Clinic eru eftirfarandi nokkrir þeirra áhættuþátta sem þekktir eru í tengslum við áfengisvandamál, eða alkóhólisma:

  • Að byrja að drekka ungur
  • Alkóhólismi í nánustu fjölskyldu
  • Áfallasaga, til að mynda kynferðisofbeldi
  • Mikil drykkja í einu sem á sér reglulega stað, eða stöðug drykkja yfir langt tímabil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -