Miðvikudagur 29. júní, 2022
9.8 C
Reykjavik

Nýjasta ofurparið á Íslandi – Bassi Maraj og Binni Glee: „Góðir hlutir gerast hægt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ísland hefur nú eignast glænýtt ofurpar. Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj fór á skeljarnar á veitingastað á Kúbu í gærkvöldi. Sá sem fékk bónorðið var vinur hans og raunveruleikastjarnan Binni Glee.

Samkvæmt myndum úr story á Instagram Bassa, sagði Binni já við bónorðinu og ber nú afar fallegan hring á fingri sér. „Góðir hlutir gerast hægt,“ skrifaði Bassi við ljósmyndina.

Falleg stund
Ljósmynd; Skjáskot

Unnustarnir eru á ferðalagi á Kúpu í fallegum félagsskap en með þeim í för er raunveruleikastjarnan Patrek Jaime og áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir. Er ekki hægt að sjá annað en að þau séu að njóta lífsins á hinni fögru eyju.

Nú er bara spurningin hvað skal kalla nýja ofurparið en hefð er fyrir því í Hollywood að kalla ofurpör einu nafni líkt og til að mynda Brad Pitt og Angelina Jolie sem voru kölluð Brangelina og Ben Affleck og Jennifer Lopes sem kölluð eru Bennifer. Bissi gæti mögulega gengið eða Banni jafnvel.

Glæsilegur trúlofunarhringur
Ljósmynd: Skjáskot

Fréttablaðið greindi fyrst frá þessari stórfrétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -