Föstudagur 6. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Oasis kítlar aðdáendur sína með nýrri tilkynningu: „Sé þig fyrir framan sviðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Liam og Noel Gallagher hafa aukið vangaveltur um að endurkoma hljómsveitar þeirra bræðra, Oasis, gæti loksins verið í spilunum þar sem bræðurnir gáfu í skyn að á morgun mætti mögulega búast við tilkynningu frá hljómsveitinni.

Stutt myndskeið sem notar sama letur og stíl og frægt merki sveitarinnar birtist á samfélagsmiðlum bræðranna á sunnudag, sem og á opinberu Oasis síðunni.

Þar sést dagsetningin „27.08.24“ sem síðan flökktar og svo stendur „8 að morgni“.

Aðdáendur rokkhljómsveitarinnar frá Manchester hafa biðlað til bræðranna um að snúa aftur síðan þeir hættu saman árið 2009, eftir slagsmál baksviðs á Rock en Seine hátíðinni í París.

Í frétt Sunday Times, þar sem vitnað er í innherja í iðnaðinum, er því haldið fram að bræðurnir ætli að halda tónleika á næsta ári, þar á meðal sýningar á Wembley leikvanginum í London og Heaton Park í Manchester.

Þá eru einnig vangaveltur um það hvort það gæti verið að Oasis muni troða upp á Glastonbury.

- Auglýsing -

Liam Gallagher eyddi stórum hluta sunnudagsins í að svara sögusögnum á X, áður þekkt sem Twitter: „Mér líkaði aldrei þetta orð FYRRVERANDI,“ sagði hann áður en hann deildi fréttagreinum um orðróma um endurkomu bandsins.

Þegar Liam kom fram á Reading Festival á sunnudagskvöldið tileinkaði hann Oasis lagið Half The World Away bróður sínum og sagði: „Ég vil tileinka þetta lag Noel Gallagher.“

Seinna tileinkaði hann lagið Cigarettes & Alcohol þeim sem hata hljómsveitina.

- Auglýsing -

Við lok tónleikanna spilaði hann sömu kítlu á skjá á sviðinu, þar sem dagsetningin flökkti.

Þessi orðrómur hefur ært aðdáendur Oasis, en margir þeirra hafa deilt ánægju sinni á netinu, og gagnrýni á mögulegri endurkomu.

Einn aðdáandi tjáði sig á netinu og sagði að Heaton Park væri „Hræðilegur tónleikastaður“ en Liam svaraði: „Sé þig fyrir framan sviðið“. Þegar annar aðdáandi spurði hvenær tilkynning um endurkomu myndi birtast, svaraði Liam: „Næsta föstudag …“

Bræðurnir áttu alltaf í erfiðu sambandi og röð tónleikaferðalaga hafa orðið að engu í gegnum árin en steininn tók úr þegar slagsmál brutust út baksviðs árið 2009 í París sem varð til þess að Noel hætti með hljómsveitinni.

Það eru 30 ár síðan hin vinsæla Definitely Maybe plata eftir Oasis kom út en platan hjálpaði til við að hefja britpop-tímabilið og gerði Gallagher-bræðurna að stórstjörnum.

Fréttin er unnin upp frétt BBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -