- Auglýsing -
Össur Skarphéðinsson er búinn að eignast nýjan vin. Hann er þó ekki mennskur, heldur kínverskt vélmenni.
Hinn gamli Krataforingi, Össur Skarphéðinsson er staddur í Kína en í dag birti hann ljósmynd af sér með nýjasta vini sínum. Vinurinn er heldur furðulegur enda um að ræða kínverskt vélmenni.
„Nýjasti vinur minn í Kína. – Kínversku róbótarnir ryðja sér hratt til rúms, á veitingastöðum og hótelum. Þessi fylgdi mér á herbergi, færði mér kaffi og bauð góðan daginn. Hann varð hins vegar óþolinmóður og reif kjaft þegar hann skildi mig illa,“ skrifaði Össur og uppskar hláturkarla frá lesendum sínum.

Ljósmynd: Facebook