Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Össur saknar Hrafns Jökulssonar: „Hann gengur stöðugt aftur, í besta skilningi þess orðs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson saknar Hrafns Jökulssonar, eins og svo margir.

Líffræðingurinn og ráðherrann fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson minnist Hrafns Jökulssonar sem lést 2022 eftir harða baráttu við krabbamein. Í færslu sem Össur birti á Facebook rifjar hann upp fallega minningu um lífskúnstnerinn Hrafn:

„Hrafn minn, hvað ég sakna hans. Á hverjum degi. Hann gengur stöðugt aftur, í besta skilningi þess orðs. Nú síðast í kvöld í Kiljunni, þar sem skáldævisaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur var til umræðu. Þar er Hrafninn fyrirferðarmikill enda þau samferða um skeið þegar „ástin læsti klónum í okkur“. Við Hrafn áttum margbrotna víxlasögu meðan þeir fjármálagjörningar tíðkuðust. Hann kom eitt sinn með tólf víxla til mín sem ég einsog jafnan skrifaði umyrðalaust undir. Það var fyrir 12 mánaða húsaleigu ástkonunnar. Enginn þeirra féll – og ég hef alltaf borið hlýhug til skáldkonunnar síðan.“

Guðrún og Hrafn í jólaviðtali í DV árið 1999.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -