Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Pete Davidson hefur sótt áfallameðferð vegna Kanye: „Hann getur ekki þagað lengur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pete Davison hefur ákveðið að setja andlega heilsu sína í fyrsta sætið. Grínistinn hefur sótt áfallameðferð, meðal annars vegna eineltis af hendi Kanye West á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Eonline.com hefur grínleikarinn vinsæli sótt áfallameðferð síðan í apríl og er ein af aðalástæðunum fyrir því, eineltispóstar Kanye West gegn honum á samfélagsmiðlum. Peter hefur verið í sambandi við fyrrum eiginkonu Kanye og barnsmóður hans, Kim Kardashian síðastliðna níu mánuði en þau ákváðu nýverið að vera aðeins vinir.

Nýjasta dæmið um einelti Kanye gegn Peter er aðeins þriggja daga gamalt. Þá brást rapparinn við fréttum af sambandsslitum þeirra Pete og Kim með því að birta gervifyrirsögn New York Times þar sem stóð „Skete Davidson látinn 28 ára að aldri.“ en Skete er uppnefni sem rapparinn notar á Pete. Áður hafði Kanye skotið fast á Pete á samfélagsmiðlum allt frá því hann hóf samband við Kim. Kallaði hann Pete meðal annars rasshaus (e. dickhead). Þá rappaði hann einnig um að berja Pete í lögum sínum.

Til að byrja með gerðu þau Kim og Pete sitt besta við að hundsa gjörðir Kanye en rapparinn gaf sig ekki og byrjaði jafnvel að skjóta á barnsmóður sína. Síðar viðurkenndi hann að hafa gengið of langt þar.

Í mars birti vinur Pete, Dave Sirus skjámyndum af smáskilaboðum sem Kanye og Pete sendu sín á milli. Þar varði Pete kærustu sína Kim og sagði að hún væri „bókstaflega besta mamma sem ég hef hitt,“ og bætti við að hann þyrfti að þroskast.

Samkvæmt heimildum E! News hefur Pete þó alveg fengið nóg. „Honum var alveg sama þegar Kanye skaut á hann,“ sagði heimildarmaður slúðurmiðilsins og bætti við „en þegar hann réðist að Kim og börnunum, getur hann ekki lengur horft fram hjá því. Hann getur ekki þagað lengur.“

- Auglýsing -

Kim heldur áfram að styðja Pete en heimildarmaður E! News sagði miðlinum að Kim sé í uppnámi vegna fyrirsagnarinnar sem Kanye setti á Instagram. „Hún er ekki aðeins döpur vegna sambandsslitanna heldur hefur þetta ofan á það, bugað hana andlega. Hún samþykkir ekki svona hegðun og mun ekki sætta sig við að farið sé svona með ástvini hennar. Hún bað hann margsinnis að taka niður þessa færslu. Hún mun alltaf verja Pete.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -