Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Quincy Jones er látinn: „Hvílíkt líf!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Quincy Jones, Grammy-verðlauna framleiðandinn og tónskáldið sem vann með óteljandi tónlistarmönnum, þar á meðal Frank Sinatra og Michael Jackson, er látinn 91 árs að aldri, að því er Arnold Robinson, blaðafulltrúi hans, greindi frá í yfirlýsingu í gær.

Jones lést á heimili sínu í Bel Air í Kaliforníuríki, samkvæmt Robinson og var hann umkringdur börnum sínum, systkinum og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum á dánastundu.

„Í kvöld, með niðurbrotnum hjörtum, sem einnig eru full af ást, verðum við að deila fréttum af andláti föður okkar og bróður Quincy Jones,“ sagði fjölskylda hans í yfirlýsingu sem NBC News fékk. „Og þó að þetta sé ótrúlegur missir fyrir fjölskyldu okkar, þá fögnum við hinu frábæra lífi sem hann lifði og vitum að það verður aldrei annar eins og hann.“

„Hann er sannarlega einstakur og við munum sakna hans sárt,“ hélt fjölskyldan áfram. „Við huggum okkur og erum gríðarlega stolt af því að vita að ástinni og gleðinni, sem var kjarninn í tilveru hans, var deilt með heiminum í gegnum allt sem hann skapaði. Með tónlist sinni og takmarkalausri ást mun hjarta Quincy Jones slá um eilífð.“

Glæsilegur ferill hins innfædda Chicago-búa sem útsetjari og tónskáld hófst um miðjan fimmta áratug síðustu aldar og spannaði yfir sjö áratugi í skemmtanabransanum og starfaði hann við hlið fjölmargra goðsagna þar á meðal Ray Charles, Count Basie og Duke Ellington.

Jones, sem lætur eftir sig bróður, tvær systur og sjö börn, þar á meðal leikkonurnar Kidada Jones og Rashida Jones, vann til fjölda verðlauna, þar á meðal 28 Grammy-verðlauna, sem varð til þess að hann var þriðji listamaðurinn til að hljóta flest Grammy-verðlaun. Þá framleiddi hann stóra smelli á borð við We Are The World frá 1985, upptaka sem átti eftir að verða mest selda smáskífan allra tíma.

- Auglýsing -

Jones framleiddi einnig nokkrar af stærstu plötur tónlistarsögunnar, þar á meðal Off The Wall, Bad og Thriller eftir Michael Jackson, auk vinsælla sjónvarpsþátta eins og The Fresh Prince of Bel Air, sem varð til þess að Jones varð einn farsælasti framleiðandinn í geiranum.

Til viðbótar við framúrskarandi feril sinn sem tónskáld, plötuframleiðandi, sjónvarpsframleiðandi og útsetjari starfaði Jones einnig sem kvikmyndaframleiðandi, hljómsveitarstjóri, framkvæmdastjóri plötufyrirtækis og við mannúðarstörf. Árið 2018 tjáði Jones sig um það sem hann var stoltastur af í gegnum tíðina.

„Að allt sem ég finn, get ég nótað tónlistarlega,“ sagði hann við Vulture á sínum tíma. „Það geta ekki margir gert það. Ég get látið hljómsveit spila eins og söngvari syngur. Það er það sem útsetning er og það er frábær gjöf.“

- Auglýsing -

Jones benti á: „Allt var eitthvað til að vera stoltur af – algjörlega. Þetta hefur verið ótrúleg andstæða tegunda tónlistar. Síðan ég var mjög ungur hef ég spilað alls kyns tónlist: Bar mitzvah tónlist, Sousa mars, nektardansklúbbatónlist, djass, popp. Allt. Ég þurfti ekki að læra neitt til að gera Michael Jackson.“

Á þeim tíma sagði Jones einnig frá vinnu hans við ný verkefni, þar á meðal streymisþjónustu sem snérist um djass. „Ég trúi því ekki að ég sé enn að taka þátt í svona hlutum,“ sagði hann við miðilinn. „Ég hætti að drekka fyrir tveimur árum og mér líður eins og ég sé 19 ára. Ég hef aldrei verið jafn skapandi. Þetta er ótrúlegt maður, hvílíkt líf!“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -