Fimmtudagur 22. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Rísandi stjarna látin, aðeins 32 ára: „Þakka þér fyrir annan hring í kringum þessa heitu sól“ 

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Teddy Ray er látinn. Grínheimurinn missti þannig rísandi stjörnu.

Bandaríski grínistinn Teddy Ray, sem meðal annars kom fram í þáttum á borð vð Pause with Sam Jay og How to Be Broke á Comedy Central, er látinn, einungis tveimur vikum eftir 32 ára afmæli sitt.

E! News segir að dánardómstjóri Riverside-sýslu í Kaliforníu hafa staðfest að Teddy, sem hét í raun Theadore Brown, hafi látist þann 12. ágúst á heimili í Rancho Mirage í Kaliforníu.

Talsmaður lögreglu sagði Los Angeles Times að á morgni 12. ágúst hafi lögreglan brugðist við símtali sem snéri að andláti á heimili í eyðimerkurbænum Rancho Mirage. Bætti talsmaðurinn við að „dánarorsök liggja ekki fyrir.“ Enn stendur rannsókn á málinu yfir.

Comedy Central sjónvarpsstöðin minntist Teddy á Twitter eftir andlátið. „Teddy Ray var drepfyndinn og elskaður uppistandari. Hans verður sárt saknað af grínsamfélaginu í heild sinni.“

Síðasta Instagram-færsla Teddy var gerð á afmælisdaginn hans, 30. júlí en þar var ljósmynd af honum í bíl og við myndina stóð: „Negli 32 eins og … Drottinn, ég þakka þér fyrir annan hring í kringum þessa sjóðandi heitu sól.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Teddy Ray (@teddyraycomedy)

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -