Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Róbert Wessman fluttur úr landi: Arnarneshöllin seld á miklum „afslætti“ til samstarfsmanns

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman stjórnarformaður Alvotech hefur selt heimili sitt á Íslandi en Mannlíf greindi fyrst frá því að Borg fasteignasala hefði verið fengin til að selja húsið sumarið 2021. Róbert var þá sagður vilja 400 milljónir króna fyrir glæsivilluna og mikil leynd var yfir sölunni. Fjölmiðlar hafa fjallað um kastala og lúxusíbúðir auðmannsins en verðmæti þeirra er talið vera meira en 10 milljarða króna virði.

Vænlegur „starfsmannaafsláttur“

Nýr eigandi hússins er félag í eigu starfsmanns Róberts hjá Alvogen sem virðist hafa gert reifarakaup. Hann greiddi 50 milljónum króna minna en auðmaðurinn er sagður hafa viljað fá fyrir eignina, samkvæmt heimildarmönnum Mannlífs sem skoðuðu húsið. Jóhann Jóhannsson, starfsmaðurinn sem um ræðir, er búsettur í Fossvoginum og ekki er vitað hvort hann ætli sér að flytja sjálfur í húsið.

Arnarneshöll Róberts hefur verið seld.

Viðskiptablaðið greindi frá sölu Arnarneshallarinnar í vikunni. Þar er Róbert sagður hafa greitt 187,5 milljónir króna fyrir villuna og er hagnaður af viðskiptunum því væntanlega um 150 milljónir króna. Viðskiptin á Arnarnesinu áttu sér stað í gegnum einkahlutafélög aðila samkvæmt sömu heimildum.

Sögufrægt og vel hannað hús

Húsið þykir einstaklega glæsilegt, er um 426 fermetrar af stærð og hannað af Halldóri Gíslasyni arkitekt. Róbert og eiginkona eignuðust húsið á árinu 2019 og réðust þá í nokkrar umbætur. Höllin er þó ekki aðeins sögufræg vegna hönnunar, því Magnús Jónsson athafnamaður var áður eigandi hússins en hann hefur í fjölmiðlum gengið undir nafninu„Texashrottinn“.

Kastali og lúxusheimili fyrir 10 milljarða

Mannlíf hefur áður fjallað um fallegar eignir Róberts víða um heim og birt myndir af lúxuseignum í Lundúnum, New York og Miami. Ekki má þó gleyma kastala hjónanna í Frakklandi sem þykir einnig glæsilegur en hjónin birtu fallegar myndir og myndskeið frá brúðkaupi sínu þar á síðasta ári.

Kastali Róberts í Frakklandi
- Auglýsing -

Verðmæti kastalans er talið vera vel á annan milljarð króna en Róbert keypti óðalið fyrir fjármálahrun ásamt fyrrum eiginkonu sinni, er stunduðu saman vínrækt í áraraðir með góðum árangri. Visir.is greindi frá því að Róbert hefði keypt sér íbúð á Manhattan fyrir 3,3 milljarða króna á árinu 2017, sem mun vera dýrasta íbúð í eigu Íslendings fyrr og síðar, samkvæmt heimildum miðilsins. Þá greindi DV frá því á árinu 2020 að Róbert hefði keypt sér nýtt heimili í Bretlandi fyrir 2,9 milljarða króna sem mun vera „aðalheimili“ hjónanna.

Glæsihúsið í London kostar 2,9 milljarða króna

Róbert hélt áfram fjárfestingum sínum í lúxus á síðasta ári þegar hann keypti lúxusíbúð í Miami á 2,4 milljarða króna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Íbúðin var sögð yfir þriggja milljarða króna virði eftir hækkanir á fasteignamarkaði vestra.

Fyrirvari: Róbert Wessman hefur verið kærður fyrir lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu að innbroti á ritstjórn Mannlífs og skemmdarverki á mannlif.is í janúar á þessu ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -