Miðvikudagur 19. janúar, 2022
-1.3 C
Reykjavik

Saga Garðars gerir lítið úr Fiskikóngnum: „Er hann líka búinn að gefa út plötu?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leik- og söngkonan Saga Garðarsdóttir gerir lítið úr Kristjáni Berg Ásgeirssyni, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, og svokölluðu stríði hans gegn Atlantsolíu, sem hún er andlit og rödd fyrir. Hann segist ekki lengur þola það að bensínfyrirtækið hermi endalaust eftir sér en Saga blæs á málflutning Fiskikóngsins.

Kristján Berg, fiskikóngur.

Líkt og Mannlíf greindi frá hefur Kristján sagt stríði á hendur Atlantsolíu, þar sem fyrirtækið geri lítið annað en herma eftir hugmyndum hans. „Þetta verður stríð sem þið tapið,“ fullyrti sigurviss Fiskikóngurinn. Ástæðan fyrir óánægju Kristjáns er sú að Atlantsolía er að gefa út jólaplötu fyrir jólin, skömmu eftir að hann sjálfur gaf út jólalag með Sverri Bergmann. Fiskikóngurinn er alls ekki sáttur.

Í þættinum Reykjavík síðdegis í gær var Saga spurð út í reiði Fiskikóngsins. „Er hann líka búinn að gefa út plötu? Við erum þá bæði komin í tónlistargeirann. Ég held að það sé svona þriggja ára gamalt beef. Ég vona að hann sé kominn upp úr því,“ sagði Saga.

Sjá einnig: Fiskikóngurinn í stríð við Atlantsolíu: „Sorrí blótið, en ég er búinn að fá alveg nóg“

Kristjáni Fiskikóngi er ýmislegt til lista lagt. Ekki er hann aðeins flinkur fisk og heitapottssali og lunkinn auglýsingasmiður heldur virðist hann einnig geta samið lög. Hann var að enda við að gefa út glænýtt jólalag sem heitir Á Þorláksmessu – Skötulagið 2021.

Kristján segist hafa gengið með þann draum í maganum síðastliðin 30 ár, að gefa út lag um skötu, enda hafi hann aldrei heyr neitt sérstakt skötulag.

- Auglýsing -

Ekki syngur Kristján þó sjálfur í laginu en fær til þess einn færasta söngvara landsins, Sverri Bergmann. Segist Fiskikóngurinn stefna á að gefa út árlegt skötulag héðan í frá.

 

Í spilaranum hér fyrir neðan getur þú hlustað á jólalag Fiskikóngsins:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -