- Auglýsing -
Sanna Magdalena Mörtudóttir klæddi sig upp í búning fyrir heimsókn vinkvenna sinna í gærkvöldi. Útkoman er ekkert annað en mögnuð.
Borgarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir birti skemmtilegar ljósmyndir af sér á Facebook í gær. Hún átti von á vinkonum í búninga og spilapartý þar sem þemað var Disney. Á myndunum má sjá hana í gervi vondu stjúpmóðurinnar í Disney-ævintýrinu um Mjallhvíti og dverganna sjö (upprunalega Grimms-ævintýri). Metnaður Sönnu í starfi hennar hjá borginni er þekktur en svo virðist sem metnaðurinn sé ekkert síðri er kemur að þemakvöldum. Sjón er sögu ríkari.


Ljósmynd: Facebook