Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Söruh Ferguson ekki boðið í krýningu Karls III: „Virkar svolítið grimmt, ekki satt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sarah Ferguson sást nokkuð niðurdregin yfirgefa hið konunglega sveitasetur, Royal Lodge í Windsor, eftir að hafa verið snupruð við afhendingu boðsmiða á krýningu Karls III Bretlandskonungs.

Hin 63 ára hertogayngja af Jórvík, sást í farþegarsæti Range Rover bifreiðar sem ekin var af fyrrverandi eiginmanni hennar, Andrési prins. Hin tveggja barna móðir var hversdagslega klædd samkvæmt Mirror en hún var í drapplituðum jakka, skyrtu og með svört, kringlótt gleraugu. Andrés, einnig 63 ára, var klæddur í dökkbláa peysu yfir rauða skyrtu á meðan hann keyrði bifreiðinni út af lóðinni.

Andrés prins (og meintur barnaníðingur) og Sarah Ferguson Ljósmynd: Kevin Bruce

Fyrr í vikunni var tilkynnt að hertogaynjan af Jórvík væri ekki boðið í krýningu Karls III í næsta mánuði, þrátt fyrir að dætur hennar og Andrésar, Beta Dís prinsessa og Evgenía prinsessa, verði þar.

Sérfræðingur heldur því fram að ástæðan fyrir þessu sé sú að Karl III finnist hún vera til skammar og sé ekki lengur partur af konungsfjölskyldunni. Tom Bower, konunglegur fréttaritari sagði MailOnline að Sarah hefði útilokað sjálfa sig með fyrri hegðun sinni.
Bætti hann við að nærvera hennar myndi „vekja neikvæða athygli, sem Karl þarf ekki á að halda.“

Richard Fitzwilliams, sérfræðingur í konungsfjölskyldunni hrósar konuningum fyrir þessa „einstaklega viturlega“ ákvörðun því hún hafi verið „konungsfjölskyldunni til skammar um árabil.“

Ekki eru allir þó ánægðir með ákvörðun konungsins en vinur Meghan Markle, Omid Scobie tvítaði: „Ef þetta er satt, þá virkar þetta svolítið grimmt, ekki satt?“

- Auglýsing -

Fregnirnar koma í kjölfær þeirra frétta að Harrý prins mun mæta á krýningu föður síns en án eiginkonunnar og barna þeirra, Boga og Lilju.

En hvað eru þessu skammarlegu atvik sem Sarah hefur verið viðriðin í gegnum árin? Sem dæmi má nefna það er ljósmyndir birtust í dagblöðum þar sem hún sást njóta þess að láta sjúga á sér tærnar af fjármálaráðgjafa hennar, John Bryan, í orlofsvillu hennar í St. Tropez. Þau sáust einnig kyssast, faðmast og ærslast í lauginni.

Þá var talað um að vinaslit hefðu orðið hjá henni og Díönu prinsessu eftir að Sarah sagðist hafa fengið vörtu á fótinn eftir að hafa fengið lánaða skó hjá Díönu. Þær töluðust ekki enn við er prinsessan lést í hræðilegu bílslysi árið 1997.

- Auglýsing -

Árið 2010 þurfti hún að biðjast opinberlega afsökunar þegar falin myndavél sýndi hana selja aðgang að Andrési fyrir tæpar 85 milljónir króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -