Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Segir páskavertíðinni í Paradís lokið: „Þetta eru afleiðingarnar af því að vera af írsku þrælakyni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir segir að brátt verða íslenskir páskatúristar farnir frá Tenerife og í raun flestir túristar en Anna kallar þetta páskavertíð.

Anna Kristjáns.

Í nýjustu dagbókarfærslu hinnar launfyndnu Önnu frá Paradís, en það kallar hún Tenerife, talar hún um eitt og annað, meðal annars um „páskavertíðina“ sem er er ljúka, sólbrúnku sem sé heilmikil vinna fyrir hana að ná, enda af „írsku þrælakyni“. Þá minnist hún einnig á vini hennar sem fara heim í dag og frænku sína sem er að mæta á spænsku eyjuna en hana hefur Anna aldrei áður séð og er spennt.

Færsluna skemmtilegu má lesa hér að neðan:

„Dagur 1341 – Páskavertíðinni lokið.

Það má segja að núna um helgina eru síðustu Íslendingar sem komu hingað um páskana farnir eða að fara. Sama má reyndar segja um Bretana okkur og annarra þjóða sólarlandafara þótt fáir njóti veðurblíðunnar jafnvel og Íslendingar, enda þykir kuldinn hér eins og hitabylgja á Íslandi. Þannig mátti sjá talsvert af fólki á Austurvelli í gær í 9°C hita sem reyndi að ná sér í örlítinn snefil af sólskini, en þar sem engin sól sást var ekki nokkur kjaftur. Ég skil það mjög vel.
Sjálf notaði ég tækifærið og lá rúma tvo tíma í sólbaði á sólbekknum í gær, en hafði ekki borið næga sólarvörn á mig og náði fyrir bragðið að roðna aðeins á líkamanum. Ég næ kannski öðrum tveimur tímum í dag, enda er það vinna, mikil vinna ef ég ætla að ná smávegis sólbrúnku á líkamann áður en ég fer til Íslands í næsta mánuði. Þetta eru afleiðingarnar af því að vera af írsku þrælakyni.
—–
Oddný og Eiríkur hafa dvalið hér á eyjunni í nokkra daga, en halda heim í dag. Þar með fækkar þeim enn frekar sem nenna að sitja og hlusta á röflið í mér á Búkkanum. Íslendingarnir sem búa hér eru strax farnir að kvíða því að ég hrelli þau með gömlum sjóarasögum sem það hefur heyrt margsinnis áður og eru sumir búnir að draga fyrir alla glugga og svara ekki síma né dyrabjöllu af ótta við að ég komi í heimsókn og hrelli þau með einhverjum stórkarlalegum sögum af sjónum.
Þetta breytir samt ekki því að það er missir af Oddný og Eiríki, en hún þarf víst að sinna sínum skyldustörfum sem hún hefur verið kosin til og gerir af hinni mestu kostgæfni, þótt Eiríkur jafnaldri minn geti notið þess að vera kominn á eftirlaun. Þau koma vonandi sem fyrst aftur.
Muna bara að það er best að vera í Los Cristianos.
—–
Ein frænka mín af Leirvogstunguslektinu kemur til Tenerife í dag og ég hlakka til að hitta hana enda höfum við aldrei hist áður í raunheimum, einungis báðar systur hennar hvar önnur þeirra útskrifaðist með mér úr öldungadeild MH. Að sjálfsögðu verð ég á flugvellinum þegar hún lendir. Veri hún velkomin til Paradísar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -