Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Shawn Mendez slaufar óvænt tónleikaferðalaginu: „Núna þarf ég að setja heilsu mína í fyrsa sætið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Söngvarinn Shawn Mendes hefur tilkynnt að hann verði að hætta við tónleikaferðalag sitt sökum andlegra veikinda. Stuttu síðar sást hann í göngu og virtist í góðu skapi.

Shawn Mendes, sem gerði allt vitlaust með laginu Señorita fyrir nokkrum árum, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þurfa að hætta við restina af tónleikaferðalagi sínu, Wonder, sökum andlegra veikinda.

Fjölmiðlar vestanhafs gerðu sér mat úr því að einungis fáum klukkustundum eftir að tilkynning var send út, hafi Mendes sést í göngu ásamt vinum og vinkonum í Runyon-gili í Los Angeles og það sem „skrítna“ var, hann virtist í góðu skapi, að sögn vitna. Sögðu vitnin að söngvarinn hafi hlegið og brosað sem miðlum ytra þykir undarlegt í ljósi tilkynningarinnar.

Hinn 23 ára tónlistarmaður gaf frá sér tilkynningu í löngu máli í gær þar sem hann fór yfir stöðuna.

„Eins og þið vitið, þá hef ég þurft að fresta tónleikum síðustu vikurnar því ég var ekki viðbúinn því álagi sem nýju tónleikaferðalagi fylgdi. Ég var mjög spenntur þegar ég hóf þetta tónleikaferðalag, að komast loksins aftur á ferð og spila eftir langt hlé vegna Covid-faraldursins, en raunin er sú að ég var ekki tilbúinn fyrir álaginu sem fylgdi því að snúa aftur eftir svona langt hlé,“ skrifaði söngvarinn ungi og hélt áfram. „Eftir að hafa rætt betur við teymi mitt og eftir að hafa unnið með hóp af ótrúlegu heilbrigðisstarfsfólki, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég verði að taka mér pásu, sem ég hef ekki gert áður, til að kjarna mig og snúa aftur sterkari. Ég þarf því miður að slaufa restinni af tónleikaferðalaginu í Norður-Ameríku og í Bretlandi/Evrópu. Við erum bjartsýn á að ég muni geta byrjað aftur á ferðalaginu eftir pásuna sem ég þarf svo mjög á að halda en akkurat núna þarf ég að setja heilsu mína í fyrsa sætið.“

Slúðurpésinn Perez Hilton velti því fyrir sér í hlaðvarpsþætti sínum, hvort hin raunverulega ástæða söngvarans fyrir slaufuninni væri sú að illa hafi gengið að selja á tónleikana en ekki skal fullyrt um það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -