Sunnudagur 4. júní, 2023
11.8 C
Reykjavik

Sjö góð ráð til að róa hræddan hund í jarðskjálftum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hundaeigendur á suðvesturhorninum hafa margir upplifað óróleika hjá hundinum sínum nú þegar Reykjanesskaginn skelfur. Hundar eru næmir á umhverfi sitt og margir þeirra bregðast við skjálftanum áður en við mannfólkið verðum hans varir. Þá sýna þeir einkenni eins og oföndun, skjálfta, gelta og/eða reyna að stinga af. Mikilvægt er að vakta viðbrögð hundsins og reyna að aðstoða hann ef hann sýnir skýr merki hræðslu eða kvíða.

  • Passaðu að hundurinn hafi aðgengi að öruggum stað, veri það bæli, búr eða staður sem hundurinn getur verið í ró. Öllu jafna í ógnvænlegum aðstæðum sækja þeir í staði eins og undir rúm eða sófa eða þar sem þrengir að. Leggðu hjá honum fatnað eða einhverja tutlu af þér. Hundar eru með næmt lyktarskyn og lyktin af eigandanum veitir þeim öryggi. Passaðu að staðurinn sé vel tryggður og ekkert geti dottið ofan á hundinn, t.d. undir borði.
  • Passaðu að hundurinn hafi aðgengi að mat og vatni innan seilingar.
  • Hafðu kveikt á sjónvarpi eða útvarpi. Hljóðin frá tækjunum deyfa hávaðann frá drunum skjálftans.
  • Athugaðu hvort hundurinn hafi áhuga á að leika, naga eða gera eitthvað sem dregur athygli frá jarðskjálftunum.
  • Passaðu að halda hundinum innandyra – Hræddir hundar geta brugðist ókvæða við og reynt að brjótast út um glugga og hurðir. Hafðu hann ætíð í taumi utandyra eða í kirfilega lokuðum garði.
  • Haltu ró þinni. Hundar spegla oft hegðun eigenda sinna eða fylgja frumkvæði þeirra.
  • Í gæludýraverslunum má finna róandi sprey og ilmi fyrir hunda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -